Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 72
afmörkuðu landsvæði eða hvort þeir hafa verið ráðnir til sérhæfðrar þjónustu
við ákveðna, skilgreinda hópa innan stofnunar eða félagasamtaka.
IX. Lokaorð
Þjóðkirkjan á í vök að verjast, að því leyti deilir hún kjörum með flestum
kirkjum í hinum vestræna heimi. Hún mun ekki vinna sig út úr vandanum,
sem þegar blasir við, né mæta enn meiri áföllum á komandi tímum með
því að láta skeika að sköpuðu. Einmitt þar er eina rót vandans að finna:
sinnuleysi um skipulag og markvissa þjónustu, sinnuleysi umfram allt um
að undirbúa presta undir meginþáttinn í starfi þeirra og embættisfærslu:
boðunina sjálfa, prédikunina sjálfa, sem hefur legið í láginni um áratuga
skeið, þar á ég við prédikunarfræði og þjálfun í prédikun. Hvað merkir
„boðun Orðsins“ hér og nú? Til hvers er ritúal á okkar tímum? Hér þurfum
við þó kannski umfram allt innri gagnrýni, hún þarf að vera á undan þeirri
gagnrýni sem kemur utan frá.
Út á við snýst embætti prestsins um trúverðugleika trúarinnar í samfé-
lagi líðandi stundar eins og á öllum tímum. Sérsvið okkar prestanna er
trúin. Presturinn er talsmaður, túlkandi og verjandi trúarinnar í samfélagi
nútímans. En nú er hann ekki lengur einn á sviðinu heldur mitt í afþrey-
ingarsamfélagi tuttugustu og fyrstu aldar, á miðjum, háværum tilboðs-
markaði lífsviðhorfanna. Hann hefur alla tíð notið trúverðugleika í þessu
hlutverki, hvernig mun embættinu reiða af við nýjar aðstæður, er það enn
traustsins virði?
Hlutverk prestsins er enn sem fyrr ekki eingöngu að tala til bræðra
og systra innan múranna - ef svo væri mætti kalla hlutverk hans augljóst
- heldur er hann nú sem fyrr kallaður til að flytja hina opinberu ræðu
til samfélagsins alls, hina opinberu ræðu um trúna í lífi mannsins og
samfélagi.
Abstract
The thesis has two main parts. The first one is an introduction to the main
teachings of Luther and the Lutheran reformators on the ministry. An accent
is laid on the priesthood of all believers. The fundamental understanding of
the ministry is based on the idea in this thesis.
In the second part the discussion is developed into the area of practical
theology and divided into two sections. Both deal with the various practices
70