Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 104
einfalds fagnaðarerindis sem rekja megi til Krists sjálfs (fjallræðunnar, Faðir
vorsins og dæmisagnanna) annars vegar en til vitnisburðar lærisveinanna um
Krist hins vegar og var það fagnaðarerindi ekki talið jafntraust og bindandi.38
Nokkru síðar mat Johannes C. Jacobsen (1862-1948) guðfræðiprófessor
erindið svo að það hefði ekki sætt sérstökum tíðindum þótt það hafi sýnt
metnað af hálfu. höfundarins. Þá hefði það ekki falið í sér nein bein frávik
frá kenningu dönsku þjóðkirkjunnar. Ræðumaðurinn hefði þó kveðið svo
óljóst að orði að grunsemdir gætu hafa vaknað um að slík spenna væri
milli grundvallarviðhorfa Rasmussens og kirkjukenningarinnar að hann
ætti ekki heima sem prestur í þjóðkirkjunni.39 Jacobsen leit annars svo á
að Arboe Rasmussen væri að breyttu breytanda fulltrúi fyrir guðfræðistefnu
sem náð hefði mikilli útbreiðslu í Þýskalandi og væri einnig þekkt í öðrum
lútherskum og prótestantískum löndum. Þær áherslur sem fram komu
í fyrirlestrinum gætu því ekki talist sérskoðanir hans.40 Peder Madsen
(1843-1911) Sjálands- og þar með Kaupmannahafnarbiskup upplýsti Alfired
Sveistrup Poulsen (1854-1921), embættisbróður sinn í Viborg sem hafði
tilsjón með Arboe Rasmussen, um efni fyrirlestrarins og lét í ljósi þá skoðun
að þögn hans í málinu fæli í sér viðurkenningu á kenningarfrelsi presta
(d. prœstefriheden).4l En um það var deilt í Danmörku ekki síður en hér.42
Sveistrup Poulsen krafði Rasmussen vissulega frekari upplýsinga um erindið
en málið lá að mestu niðri til 1913 þegar sá síðarnefndi sótti um flutning
til bæjarins Válse á Falstri en hann taldi að kraftar sínir nýttust betur í
þéttbýlis- en sveitarprestakalli. Biskupinn í Lálands-Falstursbiskupsdæmi,
Caspar Frederik Johansen Wegener (1851-1930), lýsti því þá tafarlaust yfir
að hann mundi ekki gefa út köllunarbréf (d. collats) fyrir Rasmussen.43 Samt
sem áður valdi meirihluti sóknarnefndar Rasmussen í embættið, en Soren
Keiser-Nielsen (1856-1926) kirkjumálaráðherra (1913-1916) í ríkisstjórn
38 Hojesteretstidende udgiven af Hojesterets Protokolsekræterer. Hojesteretsaaret 1916, 60. árg.,
Kaupmannahöfn: G. E. C. Gads forlag, 1917, bls. 172-173.
39 Johannes Jacobsen, Retssagen modpastor Arboe Rasmussen, Kaupmannahöfn: G. E. C. Gads Forlag,
1913, bls. 17-18. Rit Jacobsens varð síðar eitt af þeim gögnum sem lögð voru fyrir hæstarétt.
Kristine Garde, To Uresager, bls. 80, nmgr. 90.
40 Með þessum ummælum og fleirum var Jacobsen að andmæla dómi synódalréttarins. Kristine
Garde, To Leresager, bls. 82.
41 Sama rit, bls. 21.
42 Martin Schwarz Lausten, Danmarks kirkehistorie, Kaupannahöfn: Gyldendal, 1983, bls. 263.
43 Kristine Garde, To laresager, bls. 25. í dómi synódalréttarins er látið að því liggja að ástæða
þess að tekið var að rannsaka kenningu Rasmussens hafi verið rit sem hann gaf út 1913 um
trúarjátninguna og prestaeiðinn. Hojesteretstidende, bls. 170.
102