Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 153
verknaði en þegar Henry Lárus áttar sig á því að hann ber ekki ábyrgð á
verknaðinum heldur var fórnarlamb, gefur skammartilfinningin eftir.
Svipað innsæi og hjá Henry Lárusi má finna í máli Elvars, þriðja viðmæl-
andans í DV, en hann talar um að gerandinn hafi magnað skammartilfinn-
inguna með áherslu sinni á að verknaðurinn væri honum að kenna. Líkt
og Henry Lárus hefur hann öðlast nýja sýn á hvað gerðist. Með því að
segja að enginn myndi trúa honum plantaði gerandinn djúpstæðri niður-
lægingartilfinningu í vitund hans. Þegar hann var sagður ótrúverðugt barn
var hann lítillækkaður og vanvirtur. Skömmin eins og hún birtist í orðum
Elvars á margt sameiginlegt með skrifum heimspekinganna sem nefndir
eru hér að framan. Kvíðinn fyrir framtíðinni ræður ríkjum, óttinn við hvað
muni gerast ef upp um hið skammarlega kemst. Að segja frá leyndarmálinu
er leið allra þriggja til að skora skömmina á hólm. Að losna úr viðjum
skammarinnar er það sem viðmælendum DV finnst mikilvægast. Tilraun
þeirra til þess er að stíga fram opinberlega og segja sögu sína.
Fleiri í okkar samfélagi hafa nýlega orðið til þess að rjúfa þögnina um
ofbeldi og áhrif þess á sálarlíf og sjálfskilning. í sjálfsævisögulegri bók Jóns
Gnarr Sjóræningjanum (2012) er ekki um að ræða kynferðislegt ofbeldi,
heldur greinir Jón frá kerfisbundnu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem
hann varð fyrir á æskuárunum af hálfu skólafélaga sinna. Afleiðingum þessa
ofbeldis á sjálfskilning hans og lífsafstöðu lýsir hann svo:
Eg var orðinn svo illa laskaður af öllu eineltinu sem ég varð fyrir án þess þó
að gera mér grein fyrir því. Mér fannst ég bara eiga það skilið og fannst það
þar að auki fullkomlega skiljanlegt þar sem ég væri bæði heimskur og leiðin-
legur, ljótur og asnalegur. Eg var asnaleg manneskja og auðvitað stríðir fólk
asnalegum manneskjum [...] Kannski er til hellingur af fólki eins og ég sem
verður til og fæðist fyrir mistök [...] Kannski var ég bara þannig eintak af
manneskju. Eg talaði þó ekki um þetta við neinn, ekki einu sinni við fólkið
í útideildinni. A ákveðinn hátt gerði ég mér kannski ekki grein fyrir þessu.
Mér fannst þetta liggja í augum uppi og ég var hræddur um að ef ég myndi
segja þetta upphátt myndu þau taka undir. Aðalástæðan var þó skömmin.
Eg skammaðist mín. Skammaðist mín fyrir að vera ég, að vera eins og ég
var svo ég talaði bara ekki um það.24
Þetta og önnur ofangreind textadæmi úr íslenskum samtíma, sem öll nefna
skömmina með einum eða öðrum hætti, vil ég nýta til að beina athyglinni
frekar að orðræðu meðferðaraðila s.s. sálfræðinga og fjölskylduráðgjafa sem
24 Jón Gnarr, Sjórœninginn. Skdlduð œvisaga, Reykjavík: Mál og menning, 2012, bls. 125-126.
151