Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 51
Sálmurinn var fyrst þýddur af Marteini 1555 en Guðbrandur tók sálminn
upp í nýrri þýðingu í Sálmabókina 1589 og í Grallarann 1594 sem sálm
eftir blessun á 7.-9. sunnudegi eftir þrenningarhátíð:63
Guð miskunni nú öllum oss
oggefi blessun sína,
og láti síns andlitis Ijós
til lífs eilífi oss skína,
svo vilja hans og verkin öll
í veröld þekkja kynnum
og Jesú Kristí kröfiug heill,
kunnug sé heiðnum mönnum,
að gjarnan hlýði honum.
Þér lofog Guði þakkargjörð
þeir heiðnu jafnan játi
og fagni alls kyns fólk á jörð,
fagran söng heyrast láti,
að þú dómari ert ájörð,
órétt líður því eigi,
vernd og uppeldi er þitt orð,
alltfólk styrkir, svo megi
ganga réttum vegi.
Þakki Guði og lofi þig
þitt fólk fyrir þá mildi,
ávöxt berjörð og auðgar sig,
orð þitt far gott uppeldi.
Guð, faðir, son og andi hreinn,
oss blessi alla saman,
vegsami hann og óttist einn
allt mannkynið um heiminn.
Segjum afhjarta: Amen.
Magnús Stephensen tók sálminn upp í Sálmabók 1801 og gerði nokkrar
breytingar á textanum sem felast fyrst og fremst í málfarslegum og brag-
fræðilegum endurbótum. Ein guðfræðileg breyting er þó í þriðja versi
þar sem frumtextinn og þýðing Lúthers segir að að landið eða jörðin beri
ávöxt sinn og hjá Guðbrandi „ávöxt ber jörð og auðgar sig“. Hjá Magnúsi
stendur þess í stað: „Að dygðum mannkyn auðgi sig.“ Guð var að mati
upplýsingarinnar ekki Guð náttúrunnar og sögunnar, heldur fyrst og fremst
siðferðilegur hvati til að efla dygðugt líf í mannheimi. Helgi Hálfdánarson
þýddi sálminn að nýju fyrir Sálmabók 1886 og hefur þýðing hans haldist í
sálmabókum síðan og eru fyrsta og annað vers þýðingar hans í núgildandi
Sálmabók (nr. 301). Hann kom náttúrunni fyrir í þriðja versi sálmsins:
63 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 53.
49