Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 158

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 158
eða refsingu fyrir.38 Ljóst er af þessum skilningi að hann liggur ekki fjarri skilgreiningu Aristótelesar á skömm og styður því þá skoðun að margt sé líkt með skömm og sektarkennd. Beck-Friis, sem áður er nefndur, telur mögulegt að aðgreina skömm og sektarkennd og gerir það með því að tala annars vegar um sjálfið og hins vegar um sjálfsmyndina. Skömm, bendir hann á, tengist alltaf sjálfsmyndinni sem slíkri, en sektarkennd tengist fremur þeirri breytni sem maður hefur haft í frammi gagnvart öðrum.39 Skömmin beinist þá að persónum og tilfinningalegum viðbrögðum þeirra gagnvart samfélaginu á meðan sektarkenndin beinist að breytni gegn umhverfinu sem persónan hefur gert sig seka um. Sektarkenndin kenni persónunni um verknaðinn sem hún beri ábyrgð á, en skömmin bendi á sjálfa sig og segi: Eg er hræðileg manneskja sem geri svona hræðilegan hlut. Hægt sé að dylja skömmina fyrir öðrum, líkt og Adam og Eva gerðu, en slíkt sé ómögulegt hvað sektarkenndina varði, ábyrgðin og sektin hverfi ekki þótt maður láti sig hverfa.40 Skilningur á sektarkennd beinir sjónum að hugtakinu sekt og hlutverki þess í almennri orðræðu. I því sambandi hefur heimspekingurinn Iris Marion Young (1949-2006) bent á að sektarhugtakinu sé beitt þegar fólk sé ásakað fyrir eitthvað sem gerst hefur í fortíðinni og tal um sekt hafi því það hlutverk að staðsetja órétt eða rangindi sem hægt sé að ásaka einhvern um siðferðilega eða lagalega.41 Um þetta má finna mörg dæmi sem tengjast kynferðisofbeldi gegn börnum og hefur kastljósinu upp á síðkastið einkum verið beint að kaþólskum prestum í fjölmörgum löndum. I flestum dæmum má finna svipuð sjónarmið og þau sem fram komu í viðtölum DV við íslensku karlmennina sem beittir voru kynferðisofbeldi sem börn. Við höfum þegar rætt um skömmina en spyrja má: Af hverju taka börn á sig sektina og þar með ábyrgðina á gjörðum hinna fullorðnu gagnvart þeim? Svar Blume við þeirri spurningu er að ofitar en ekki sé það mun auðveldara fyrir börn að viðurkenna að þau hafi átt aðild að því ranga sem gerðist en að viðurkenna að hafa verið hlunnfarin. Sálrænt séð sé minni ógn í því fólgin að líta svo á að maður beri ábyrgð á verknaðinum og sé þar af leiðandi myndug persóna en að horfast í augu við að hafa verið algjört fórnarlamb 38 E. Sue Blume, Secret Survivors. Uncovering Incest and Its Aftereffects in Women, New York: Ballantine Books, 1990, bls. 108-119. 39 Johan Beck-Friis, Den nakna skammen, bls. 48. 40 Sama heimild. 41 Iris Marion Young, Responsibility for Justice, Oxford: Oxford University Press, 2011, bls. xiv-xv. 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.