Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 48
þýðingar), 14, 46, 124, 128 og 130 (tvær þýðingar). Einn, Sálmur 67, var í
öðrum hluta sálmabókarinnar.59 Þrír þessara sálma Lúthers eru í núgildandi
Sálmabók, nr. 284, 301 og 394, ortir út frá Davíðssálmum 46, 67 og 130.
Sálmur 46 er hinn frægi sálmur „Vor Guð er borg á bjargi traust“ eða
„Óvinnanleg borg er vor Guð“ eins og hann hét í Sálmabók Guðbrands.
Hann birtist fýrst í íslenskri þýðingu í Sálmabók Marteins 1535. I Sálmabók
Guðbrands var hann í nýrri þýðingu og sú þýðing var tekinn upp í Grallarann
sem lokasálmur 16.-18. sd. e. trínitatis. í Sálmabók Guðbrands er yfirskrift
sálmsins: „XLIIII.60 Psalm Domine Refugium er huggunar og bænasálmur í
ofsókn og mótgangi kristilegrar kirkju.“ Að líkindum orti Lúther þennan sálm
árið 1528 og nefnir hann huggunarsálm (Trostlied). Það ár steðjuðu margvís-
legar áhyggjur að Lúther persónulega og málstaður siðbótarinnar virtist standa
höllum fæti.61 Leiðarstef Lúthers er annars vegar upphafsvers 46. Sálms,
„Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum“, og hins vegar viðlagið,
„Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi“. Flest bendir til að
Lúther hafi líka samið lagið og hefur hvort tveggja lag og ljóð notið mikilla
vinsælda.62 í sálmi sínum játar Lúther Krist sem Drottin hersveitanna og vörn
og vígi fylgjendum sínum. Jafnframt er Kristur maður, kjörinn af Guði til að
berjast fyrir okkur. Hann mun að lokum fara með sigur af hólmi. Þýðingin
er nokkuð orðrétt og á margan hátt góð. I öðru versi sálmsins segir:
Frumtextinn:
Mit unsrer Macht ist nichts getan,
Es streit’ fiir uns der rechte Mann
den Gott hat selbst erkoren.
Fragst du, wer der ist?
1589:
Vor eigin máttur ekkert kann,
Fyrir oss stríðir œðsti mann
af sjálfum Guði kjörinn.
En spyr þú hans heiti að,
59 Sigríður Rún Tryggvadóttir cand. theol. samdi lokaritgerð um þrjá af Davíðssálmum Lúthers:
Sigríður Rún Tryggvadóttir, 2003, Úr hryggðardjúpi hátt til þtn. Þrír sálmar Marteins Lúthers
ortir út af Davíðssálmum.
60 Rétt: XLVI.
61 M. Jenny, 1983, „Gesangbuchvorreden, Lieder, Gebete 1523-1545“, í K. Bornkamm &C G.
Ebeling ritstj., Martin Luther ausgewdhlte Schriften Bd V, Frankfurt am Main, s. 300. Sjá og
A. Malling, 1966, Dansk Salme Historie Bd V, s. 156-164; ennfremur O.J. Jensen, 2008, „Den
seirende Kristus - Teologien i Ein feste Burg“, í S.-Á. Selander & K.J. Hansson ritstj., Martin
Lutherspsalmer i de nordiska folkens liv, s. 243-250. Á s. 45-92 í því riti eru greinar um áhrifasögu
sálms Lúthers í sambandi við m.a. ýmsa lykilatburði í lífi norrænna þjóða, ekki síst hernámið í
Danmörku og Noregi í síðari heimsstyrjöld.
62 M. Jenny. ritstj., 1985, Luthers geistliche Lieder und Kirchengesdnge. Vollstándige Neuedition in
Ergánzung zu Band 35 der Weimarer Ausgabe, Köln/Wien, s. 100-101.
46