Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 98
Deilur af þessu tagi voru ekki einskorðaðar við Island heldur gengu þær
sums staðar svo langt að dómsmál voru höfðuð gegn fylgjendum frjálslyndu
guðfræðinnar til að fá úr því skorið hvort þeir gætu haldið prestsembættum
sínum í lútherskum kirkjum og stefna þeirra þar með hlotið formlega viður-
kenningu í kirkjunum. Til slíkra dómsmála kom vissulega ekki hér. Eitt
þessara mála var höfðað gegn danska sóknarprestinum Niels Peter Arboe
Rasmussen (1866-1944) í Skibsted og Lyngby í Viborgarbiskupsdæmi og
var það leitt til lykta með hæstaréttardómi 1916.15 Jón Helgason notaði
dóm hæstaréttar mjög til að verja stöðu frjálslyndu guðfræðinnar hér á landi.
I þessari grein verður túlkun Jóns á dóminum lýst, sem og þeim álykt-
unum sem hann dró af honum. Þá verður spurt hvort sú málsvörn frjáls-
lyndu guðfræðinnar sem Jón byggði á dómnum hafi fengið staðist í ljósi
málsgagna og túlkunar á dómsniðurstöðunni sem einn af dómurum hæsta-
réttar birti síðar. Höfundur þessarar greinar hefur áður drepið lítillega á
þetta mál og áhrif þess á umræðuna um frjálslyndu guðfræðina hér á landi.
Hér verður gerð ýtarlegri grein fyrir málinu.16
Krafa Jóns Helgasonar um „borgararétt“ frjálslyndrar guðfræði
Á 20. öld voru tvívegis höfðuð veraldleg dómsmál gegn dönskum sóknar-
prestum fyrir að brjóta gegn játningargrundvelli evangelísk-lúthersku þjóð-
kirkjunnar þar í landi.17 Hið síðara var höfðað undir lok aldarinnar gegn
Bent Feldbæk Nielsen (f. 1938) í Snedsted í Álaborgarstifti og snerist
15 Mikið var fjallað um mál Arboes Rasmussen hér eins og sjá má á slóðinni: http://dmarit.
is/search_init.jsp?lang=is&orderby=score&q=Arboe+Rasmussen (sótt 4. febr. 2013). Reglulega
voru fluttar fréttir af málinu. Þá ritaði t.d. Einar Hjörleifsson Kvaran (1859-1938) langa grein
um málið (Einar Hjörleifsson, „Dönsk barátta um andlegt frelsi", Skirnir. Tímarit Hins íslenzka
bókmentafélags, 88. árg., 1914, bls. 21-34). Haraldur Níelsson skrifaði um það allbeinskeytta
grein (Haraldur Níelsson, „Hneykslanlegt „rétttrúnaðar“-dæmi. Hví risu dönsku biskuparnir ekki
upp gegn guðlasdnu?“, ísafold, 13. 9. 1916, bls. 2). Loks var a.m.k ein ritsmíð Rasmussens birt
í málgagni Þórhalls Bjarnarsonar (N. P. Arboe Rasmussen, „Hvemig stendur rétttrúnaðarkirkjan
gagnvart kynslóðum nútíðarinnar?“, Nýtt kirkjublað. HálfsmánaSarritfyrir kristindóm ogkristilega
menning, 6. árg., 20. bl., 1911, bls. 235-238).
16 Hjalti Hugason, „Þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Sjálfstæði eða aðskilnaður?",
bls. 37-40.
17 Bæði málin eru áhugaverð þar sem þau varpa ljósi á hvernig mögulegt er að nota guðfræðileg viðmið
(norm) og/eða efni trúarjátninga í lögfræðilegu samhengi og kveða upp réttarfarslega bindandi
dóma um kenningarleg mál. Kristine Garde, To Uresager i Folkekirken, Kaupmannahöfn: Jurist- og
okonomforbundets Forlag, 2006, bls. 14. Fleiri mál komu til kasta danska kirkjumálaráðuneytisins
en ekki verður þeirra getið hér. „Fem læresager om dáben", kristendom.dk (sótt 28. jan. 2013)
af http://www.kristendom.dk/artikel/268123:Daab—Fem-laeresager-om-daaben. „Jusdtsmord?",
Udfordringen (sótt 28. jan. 2013) af http://www.udfordringen.dk/art.php?ID=1377.
%