Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 127
(1818-1883) voru með.23 I sögusýn Rothes tekur alla vega hugmyndin um
hlutverk og skyldur þjóðarinnar yfir vægi kirkjunnar. Að hans mati stefnir
samfélagið að veruleika guðsríkisins, þar sem ríkisvaldið sameini bæði sviðin
og geri kirkjuna smám saman óþarfa. Þegar upp er staðið er sem sé ríkis-
valdið hjá Rothe sett að jöfnu við guðsríkið og kenningin um eitt ríki leysir
þannig tveggja ríkja kenninguna af hólmi.24
Ritschl tekur ekki þetta skref því að hann lýtur svo á að guðsríkið sé
sameiginlegt markmið mannsins og sögunnar. Maðurinn eigi að leitast við
að nýta sér guðsríkið sem mælikvarða fyrir samfélagið og samfélagsgerðina.
Að mati Ritschl er ekki mögulegt að leggja samfélagið að jöfnu við guðs-
ríkið því að ríki Guðs er fyrst og fremst siðferðileg krafa og verkefni kristins
safnaðar. Vegna þessa beri að forðast villu margra meinlætahreyfinga á
miðöldum og endurtekningu hennar innan heittrúarstefnunnar sem reyndi
að gera guðsríkið að veruleika fullkomins samfélags, sem staðsett er utan
hins veraldlega samfélags eða við hlið þess. Þessu hafnar Ritschl og segir
að kenningin um guðsríkið eigi mun fremur að móta samfélagið með því
að tengja kristna siðfræði við borgaraleg gildi og borgaralegt líf.25 í þessum
efnum er Ritschl trúr Kant.
Ernst Troeltsch leitast við forðast þær „öfgar“ að leysa annaðhvort guðs-
ríkið upp í veruleika samfélagsins eins og henti Rothe eða að gera guðsríkið
að „útópískri sýn“ sem binda megi við þróun eða takmark sögunnar eins
og Ritschl kenndi. Þvert á móti leitar Troeltsch raunveruleikans mitt í
sögunni og reynir að losa um tök skyldusiðfræði Kants á guðsríkinu. Hann
grípur til miðlægs hugtaks í siðfræði Schleiermachers um hin æðstu gæði
og leggur þau að jöfnu við guðsríkið sem Jesús boðar. Samkvæmt Troeltsch
ber að virða guðsríkið bæði sem raunveruleg gæði og markmið mannlegrar
breytni en kristinn kærleiksboðskapur sameinar einmitt báða þessa þætti.
Kristinn kærleiksboðskapur er í senn grundvöllur og viðmið fyrir mannlegt
samfélag og breytni einstaklingsins. Hugmyndin um endurlausn mannsins
er þar með ekki bara bundin við veruleika guðsríkis í lok tímanna, heldur
er hún raunveruleg von og vissa einstaklingsins í amstri dagsins.
Troeltsch leitast þannig við að viðhalda „eskatólógískri“ spennu guðs-
ríkisboðunarinnar. Hún er vissulega til staðar en er samtímis nálæg sem
komandi veruleiki. Ef guðsríkið er takmark sögunnar og verður fyrst að
23 Max Josef Suda, Die Ethik Martin Luthers, Göttingen, 2006, 151.
24 Max Josef Suda, Die Ethik Martin Luthers, 151-152.
25 Jan Rohls, Geschichte der Ethik, Tiibingen, 1991, 370.
125