Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 68
flytja minningarræðu. Sé boðun Orðsins á útleið við jarðarfarir, hvað þá
um önnur embættisverk? Minnumst þess að boðun Orðsins er númer eitt í
siðbótarhefðinni, allt til þessa dags. Hvað hefur gerst? Svo mikið er víst að
hér er umhugsunarefni sem ég set vísvitandi á oddinn því að alvara málsins
er mikil.
Við lifum á tímamótum í kirkjulífi, íslenska þjóðkirkjan er á tímamótum.
Kannski skynjum við hið ytra andóf við kirkjuskilningi þar sem manninum
er mætt með tortryggni á forsendum neikvæðs mannskilnings og óvissu
um mann og menningu líðandi stundar. En hið innra, intra muros, um
hvort tveggja sem einkenndi og einkennir siðbótarkristindóminn: boðun
Orðsins og þjónustu að sakramentunum, hvort tveggja vísar til embættisverka
prestanna.
VII. Túlkunarfræðilegur lykill
Um alllangt skeið hefur kenning sem guðfræðingurinn Theo Sundermeier
setti fram fyrir hálfum öðrum áratug verið túlkunarfrœðileg lykilkenning um
embœttisverk prestanna í praktískri guðfræði.17 Kenningin fjallar um trúar-
heimspekilega aðgreiningu á primer og sekunder trúarreynslu eða uppruna-
tengdri og afleiddri trúarreynslu. Hún býður upp á skýringar á ákveðinni
spennu sem ríkir í embættisverkum, í kenningunni er sú spenna talin eðlileg
og óhjákvæmileg.18
Aðgreiningin í upprunatengda og afleidda trúarreynslu auðveldar skilning
á samfélagslegri stöðu messunnar og embættisverkanna. Hvort tveggja eru
grundvallarþættir í embættisverkum prestsins, einnig í hinu reglubundna
helgihaldi kirkjuársins. Hér skal horft til embættisverkanna. Þau byggjast á
upprunatengdri trúarreynslu sem á sér rætur í hinu upprunalega: í sambandi
kynjanna, myndun hjónabands, fæðingu barns, ungmennavígslu, giftingu
barnanna og útför. Við öll þessi tækifæri tilheyrir ákveðið ritúal þegar
17 Christian Grethlein, Grundinformation Kasualien, s. 42 o.áfr. Kenningin er m.a. byggð á
hugmyndum Nathans Söderblom (1866-1931) erkibiskups í Uppsölum og útfærð af þýska
guðfræðingnum og trúarbragðafræðingnum Friedrich Heiler (1892-1967). Theo Sundermeier
var prófessor við háskólann í Bochum í Þýskalandi eftir að hann hafði verið kristniboði Afríku
um árabil. Sjá ritgerð hans „Primare und Sekundare Religionserfahrung", í Theo Sundermeier,
Was ist Religion? Religionswissenschaft im theologischen Kontext, Gútersloh 1999 s. 34-42.
18 Christian Grethlein, Grundinformation Kasualien, s. 52. Theo Sundermeier var prófessor
við háskólann í Bochum í Þýskalandi og síðar í Heidelberg eftir að hann hafði starfað að
skólamálum á kristniboðsakrinum í Afríku um árabil. Sjá ritgerð hans „Primáre und Sekundáre
Religionserfahrung“, s. 34-42.
66