Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 42
prest í Strassborg (d. um 1530), en undir mismunandi bragarháttum og við
mismunandi lög. Oeler hafði ort sálma út frá fyrstu átta Davíðssálmum.36
Sex þeirra eru í Sálmabók Guðbrands, Sálmar nr. 1, 3, 4, 6, 7 og 8. Meðal
annarra skálda sem eiga nokkra sálma hjá Guðbrandi má nefna Burkard
Waldis (1490-1557), sem var prestur í Abterode í Þýskalandi, og hafði ort
alla Davíðssálma í ljóð. Fimm þeirra eru í Sálmabók Guðbrands, Sálmar nr.
19, 25, 51, 117, 127 (tvær þýðingar).37 Að auki telur Páll Eggert Ólason
að þýðandi Sálms 2 hafi stuðst við sálm Waldiss út frá sama Sálmi þó að
sálmurinn sé að öðru leyti eftir Anders Knöpken (d. 15 39).38 I Grallarann
1594 bættust við tveir sálmar eftir Waldis, 32. og 150. Sálmur, og voru báðir
teknir upp í Sálmabók 1619. 39 Páll Eggert Ólason telur að tveir sálmar
virðist vera eftir A. Lobwasser, annars vegar 34. og hins vegar 86. Sálmur.40
Hinn síðari, 86. Sálmur, er í Saltara Jóns Þorsteinssonar þótt ekki sé þess
getið þar að hann hafi áður verið útlagður. 34. Sálmur er í Saltara Jóns annar
en í Sálmabókinni, en á hinn bóginn er sálmurinn í Saltaranum ortur undir
sama bragarhætti og við sama lagboða og sálmurinn í Sálmabók Guðbrands.
Enginn sálmanna í Davíðssálmahluta Sálmabókar Guðbrands er frum-
ortur á íslensku heldur eru þeir allir þýðingar á erlendum sálmum eins og
raunar flestir sálmanna í bókinni.41 í formálanum fyrir Sálmabókinni segist
Guðbrandur hafa þýtt „tvo eða mest þrjá“ sálma í bókinni en hafa að öðru
leyti leitað að skáldum sem hefðu „kunnáttu til úr latínu og þýsku svo út
að leggja að það væri bæði samhljóða við originalinn og svo eftir voru skáld-
skapar máli og réttri hljóðstafa grein útlagt“. Nefnir Guðbrandur sérstaklega
þann „vellærða mann“ séra Ólaf Guðmundsson sem hefði „sérlega gáfu“
til þess að vinna samkvæmt þessum reglum. Séra Ólafur (1537-1608) var
prestur í Sauðanesi og er töluvert til af kveðskap eftir hann.42 Hann er
nefndur þýðandi og jafnvel höfundur nokkurra sálma í Sálmabókinni og er
m.a. frumhöfundur skírnarsálmsins sem enn er algengt að syngja við skírnir
36 Sjá http://de.wikisource.0rg/wiki/ADB:Oeler,_Ludwig og http://www.deutsche-biographie.de/
sfe72924.html (sótt 12. okt. 2012).
37 Önnur þýðingin á Sálmi 127 eftir Waldis er enn í Sálmabók íslensku kirkjunnar, nr. 261, umortur
af Matthíasi.
38 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 127.
39 Annar þeirra, Sálmur 150, er í núgildandi Sálmabók nr. 214, „Gakk inn í Herrans helgidóm“ í
endurbættum búningi Valdimars Briem.
40 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 132-133 og 135-136.
41 Um íslenska höfunda og þýðendur í Sálmabók Guðbrands, sjá Páll Eggert Ólason, 1924, s. 32-34.
42 Um séra Ólaf, sjá Páll Eggert Ólason, 1926, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi IV,
s. 541-548.