Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 59
urðu eftir; en þó í nýjum skilningi vegna þess að siðbótarmenn töldu sig
geta rakið upprunann til Nýja testamentisins.3 Lúther afhelgar embættið og
allar vígslur til embætta að rómverk-kaþólskum skilningi heyrðu skyndilega
sögunni til. Allt hafði verið brotið niður og allt skyldi byggt upp á nýjum
grunni.
Hinn nýi grunnur var miðlun Orðsins og túlkun þess fyrir söfnuðunum.
Siðbótarmenn afneituðu með öllu skilningi rómversk-kaþólsku kirkjunnar á
prestsembættinu, einnig þrískiptingu embættisins og sömuleiðis mótmæltu
þeir vígslu til prestsembættisins. Þeir lögðu á það áherslu þegar vígslur
voru síðar teknar upp af nauðsyn og í öðrum skilningi - sem innsetning
í embætti - að einungis eitt embætti væri til og aðeins ein vígsla, þ.e.a.s.
til prestsembættisins. Biskupsvígsla væri því ekki til sem slík. Með öðrum
orðum: I stað vígslu kom innsetning í embætti, ordination. Vígsla kirkju
heyrði einnig sögunni til, í staðinn kom „fyrsta prédikunin“.
Ein þeirra hugmynda, sem Lúther var hugleikin á gróskuárunum í
Wittenberg þegar mótun kirkjuskipulagsins var í deiglunni, var almennur
prestdómur,4 Sú hugmynd á sér rætur í ritum Nýja testamentisins og verður
undirstaða og umgjörð lútherska prestsembættisins. Hjá Lúther kom hér
ekki aðeins fram gagnrýni á páfakirkju samtímans heldur einnig ný og
róttæk hugsjón um kirkjuna, skipulag hennar og stjórnun. Gagnrýnin
beinist að kirkjuskipan sem gerir almennan borgara í kirkjunni ómyndugan
í starfi hennar. Þetta viðhorf, segir lúthersfræðingurinn Hans-Martin Barth,
„skildi eftir sig samfélagsleg áhrif: það tilheyrir upphafssögu lýðræðisins“.5
Kenning Lúthers um embætti prestsins grundvallaðist á hugsuninni um
hinn almenna prestdóm. Hann segir í ritinu Til hins kristna aðals árið 1520:
„Það eru hreinustu mannasetningar aðpáfinn, biskupar, prestar og klaustrafólk
séu hin geistlega stétt, en furstar, herrar, handverksmenn og bœndur séu af
veraldlegu standi. Þetta er lygimál ogfordild. Enginn ætti að glúpna fyrir þessu
í hjarta sínu, því allir kristnir menn eru í sannleika andlegrar stéttar og áþeim
er enginn munur. ... Ogþó aðpáfi eða biskup smyrji, krúnuraki, velji og vígi
til embœttis og skrýði leikmanninn í önnur klœði og geti þannig gert mann
að uppskafningi og smurðum pokapresti, þá getur hann aldrei gert hann að
3 Sakramentin sjö voru þessi: heilög kvöldmáltíð, skriftir, skírn, hjónavígsla, biskupun (ferming),
vígsla (djákna, presta og biskupa) og síðasta smurning. Siðbótarmenn töluðu aðeins um heilaga
kvöldmáltíð og skírn sem sakramenti.
4 Thomas Kaufmann, Geschichte der Reformation, Frankfurt am Main og Leipzig, 2009, s. 300-303.
5 Sbr. Hans-Martin Barth, Die Theologie Martin Luthers, Giitersloh, 2009, s. 397.
57