Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 106
og hina óbreyttu Ágsborgarjátningu (1530).50 Síðastnefnda greinin taldist
síðan og telst enn skilgreina játningar- og kenningargrunn dönsku þjóð-
kirkjunnar og raunar einnig þeirrar íslensku og eru þar nefndar fyrrgreindar
fjórar játningar auk Frœðanna minni eftir Lúther.51 Prestaeiðurinn lagði svo
þá skyldu á herðar þjóðkirkjuprestum að haga boðun sinni og embættis-
störfum m.a. til samræmis við þessar lagagreinar. Poulsen, tilsjónarbiskup
Rasmussens, og aðrir biskupar vildu fá álit prófastsréttarins á því hvort
hann hefði brotið gegn skyldum sínum sem prests í þjóðkirkjunni með því
að setja fram þær skoðanir á sviði kristsfræði sem hann hafði haldið fram
í greinum og fyrirlestrum undanfarin ár og hélt fast við fyrir réttinum. Þá
vildu þeir að skorið yrði úr um hvort hann hefði bakað sér refsiábyrgð á
grundvelli almennra hegningarlaga sem gat annað tveggja komið til vegna
óhlýðni við yfirboðara (142. gr.) eða vanrækslu í embætti (143. gr.). Málið
var því sótt sem sakamál.52
Dómurinn klofnaði í málinu. Prófastur skilaði séráliti og lagði til að
Rasmussen yrði sviptur embætti. Atkvæði sýslumanns vó þó þyngra og kvað
rétturinn upp sýknudóm. Byggðist niðurstaðan á að þær greinar í dönsku
lögum sem vísað var til í kærunni hefðu ekki að geyma refsiákvæði og að
Rasmussen hefði ekki brotið á afgerandi hátt gegn skyldum sínum í kirkj-
unni (sbr. 143. gr. hegningarlaga) þannig að réttlætt gæti embættismissi. Þar
sem Arboe Rasmussen hafði sett sérskoðanir sínar fram utan embættis síns,
þ.e. í fyrrgreindum stúdentafélagsfyrirlestri og tímaritsgreinum, var ekki
tekin efnisleg afstaða til þess álitamáls hvort hann hefði kennt í andstöðu
við boðskap guðspjallanna.53 Prófastsrétturinn tók því ekki afstöðu í kenn-
ingarlegum efnum.
50 „Prœsterne skulle i deris Prædikener forklare de forordnede Texter, og dennem henfore til Troens
Leerdom og christelige Skikke og Sœder, og retteligen lare Loven og Evangelium efter Guds aabenbarede
Ord, og den Hellige Kirkis Symbola, og den Uforandrede Augsburgiske Bekiendelse, og baade i
Kirken saavelsom andcnstæds, i ærlige Forsamlinger, i Omgængelse og Besogelser, formane deris
Tilhorere at frygte Gud og ære Kongen, og i deris Liv og Levnet lade see Troens Frugter: Og
særdelis saa lempe deris Prædikener, efter som Tilhorernis Forhold meest udkræver." [Leturbr.
HH.] Kong Christian den femtis Danske Lov .
51 „Den Religion skal i Kongens Riger og Lande alleene tilstædis, som overeens kommer med den
Hellige Bibelske Skrift, det Apostoliske, Nicæniske og Athanasii Symbolis, og den Uforandrede
Aar et tusind fem hundrede og tredive overgiven Augsburgiske Bekiendelse, og Lutheri liden
Catechismo." Kong Christian den femtis Danske Lov .
52 Kristine Garde, To laresager, bls. 29, 33.
53 Þ.e. hvort hann væri „i positiv Strid med Evangeliernes Indhold". Kristine Garde, To Uresager,
bls. 30.
104