Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 148
hugsun. Án þess að gera lítið úr þeim mun sem óhjákvæmilega sé á milli
lífs, tjáningar og tilfinninga nútíma- og fornaldarfólks þegar kemur að tali
og tjáningu á skömm, telur Rotenstreich mikilvægt að hefja umfjöllun sína
á að vísa til Aristótelesar og fleiri þekktra heimspekinga sem byggja á honum
þegar rætt er um skömm í dag. Hér verður tekið undir það sjónarmið og
byrjað á að gera stutta grein fyrir skilningi Aristótelesar og tveggja annarra
þekktra heimspekinga á skömm, þeirra Tómasar af Aquino og Benedicts
Spinoza. Allir þrír fjalla um skömm sem siðferðilega tilfinningu.
Aristóteles (384-322 f.Kr.) skilgreinir skömm (gr. aischuné) í riti sínu
Mœlskufrœðinni sem kennd eða tilfinningu sársauka eða kvíða sem tengist
misgjörð í fortíð, nútíð eða framtíð og virðist líkleg til að leiða til vanvirð-
ingar.8 í Siðfrœði Níkomakkosar þar sem hann ræðir um meðallag í kenndum
nefnir hann einnig skömmina en fjallar að öðru leyti ekki um hana. Þar
nefnir hann þó að skammfeilinn maður skammist sín fyrir allt meðan hinn
óskammfeilni maður sé blygðunarlaus. „... blygðun er ekki dygð en maður
lofar þann sem hefur hana.“9 í Mœlskufrœðinni er mun meiri umræða af
hálfu Aristótelesar um skömm og hann tiltekur fjölda dæma um lastafulla
breytni sem orsakað geti hana.10 Eitt af því sem hann nefnir þar er að dýpt
skammarinnar sé nátengd því hversu náið hið lastafulla háttalag tengist
persónunni. Einnig álítur hann að skammartilfinning magnist gagnvart
þeim sem maður ber virðingu fyrir, þeim sem standa manni næst og fylgjast
með manni.* 11 í sálarkenningu sinni fjallar Aristóteles um geðhrif sálarinnar.
Þar nefnir hann vissulega ekki skömmina berum orðum en talar hins vegar
um óttann sem geðshræringarástand.12 I framhaldi af því má velta fyrir
sér hvort skömmin í hugarheimi Aristótelesar sé af sama toga spunnin og
óttinn og þá hvers kyns óttinn sé. Þar sem hér er um allflókið mál að ræða
í sálarkenningu náttúruvísindamannsins og heimspekingsins Aristótelesar
8 Aristóteles, Malskufrœðin (The Art of Rhetoric), þýðandi John Henry Freese, Cambridge,
Massachusetts: Harvard University Press [1929] 1947, bls. 211. Algengara hugtak yfir skömm í
grísku er aidos sem vísar bæði til skammar og virðingar. Tengslin við skilgreiningu Aristótelesar
má greinilega sjá í Webster’s New World Dictionary en þar er skömm skilgreind sem sársaukafull
tilfinning sem feli það í sér að missa virðingu annarra vegna óviðeigandi framkomu, vangetu
o.s.frv., af hálfu manns sjálfs eða einhverra sem standa manni nærri.
9 Aristóteles, Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, þýðandi Svavar Hrafn Svavarsson, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1995, bls. 272-273.
10 Aristóteles, Mœlskufrœðin, bls. 211-215.
11 Sama heimild, bls. 215.
12 Aristóteles, Um sálina, íslensk þýðing með inngangi og skýringum eftir Sigurjón Björnsson,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1993, bls. 79-81.
146