Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 162
annarra.“53 Með þessu vill Williams undirstrika vægi og skyldleika skammar
og sektarkenndar og jafnframt undirstrika hversu torræðar þessar tilfinn-
ingar eru. Sama manneskja og upplifi skömm upplifi yfirleitt sektarkennd
samtímis. I því felist oft engin skynsemi. Siðferði sem vilji stía þessum tveim
tilfinningum sundur skilur ekki sálardjúp manneskjunnar, skrifar hann, en
manneðlið er nokkuð sem manneskjur á öllum tímum þurfa að reyna að
túlka og skilja.54
Það sem Williams segir hér um skyldleika skammar og sektarkenndar
má á margan hátt heimfæra upp á biblíutexta úr Esrabók þar sem segir frá
heimkomu Esra til Jerúsalem eftir útlegð í Babýlon. Það sem mætir honum
þar fær mjög mikið á hann en Israelslýður hafði í útlegðinni tekið upp
líferni annarra þjóða og samið sig að háttum þeirra. Esra lýsir tilfinningum
sínum svo:
Þegar ég heyrði þetta reif ég klæði mín og yfirhöfn, reytti hár mitt og skegg
og settist agndofa niður. Þá söfnuðust að mér allir sem óttuðust orð Guðs
ísraels vegna þessara svika þeirra sem snúið höfðu heim. En ég sat sem
lamaður þar til tími var kominn til að færa kvöldfórn. En er að kvöldfórn
var komið reis ég á fætur úr niðurlægingu minni í rifnum klæðum og yfir-
höfn, féll á kné, lauk upp lófúm til Drottins, Guðs míns, og bað: „Guð
minn, ég fyrirverð mig. Ég blygðast mín að snúa ásjónu minni til þín, Guð
minn, því að afbrot vor eru vaxin oss yfir höfuð, sekt vor er himinhá. Allt
frá dögum forfeðra vorra til þessa dags hefur sekt vor verið mikil. [,..]Eftir
allt, sem komið er yfir oss vegna illra verka vorra og mikillar sektar, hefur
þú, Guð vor, samt hegnt oss minna en afbrot vor gáfu tilefni til og leyft
að þessi hópur kæmist af. [...] Drottinn, Guð Israels, þú ert réttlátur. Þess
vegna vorum vér skilin eftir og erum nú sá hópur sem bjargaðist. Líttu til
oss, vér stöndum frammi fyrir þér í sekt vorri. Enginn fái staðist frammi
fyrir þér sökum hennar.55
I þessari fornu, klassísku biblíufrásögn koma náin tengsl skammar og
sektarkenndar sterkt fram.56 Sekt, afbrot, synd og ábyrgð tengjast náið og
rétt viðbrögð sérhverrar manneskju eru sögð þau að játa brot sín, iðrast, lofa
bót og betrun. Miskunn og náð Guðs verður ekki veitt nema að undan-
genginni iðrun gerenda. Viðbrögð Esra við fréttum af siðferði Israelslýðs eru
honum slíkt andlegt áfall að hann allt að því lamast. Hið sálræna áfall gerir
53 Sama heimild, bls. 94. Lausleg þýðing greinarhöfundar.
54 Sama heimild, bls. 92.
55 Esr9. 3-7: 13, 15.
56 Esra kemur einnig inn á synd í þessu samhengi en ég vel að líta framhjá því í þessari grein.
160