Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 90
á Markúsartorgi Feneyja ætti að jafna við jörðu og þess í stað ætti að reisa
þar heimili fyrir fátæka. Kynni hans af yfirstéttarfjölskyldu Kate og ekki síst
af Mark lávarði eru einnig öll með þeim hætti að þau koma ágætlega heim
og saman við þessi orð Slm 55.38
Návist dauðans er meðal þess sem Slm 55 og Vœngir dúfunnar eiga
sameiginlegt. Yfirvofandi dauði Milly er leiðarstef í kvikmyndinni og í
sálminum kemur stef dauðans fyrir í þrígang, sbr. v 5: „Hjartað berst ákaft
í brjósti mér, dauðans angist kemur yfir mig.“ Sbr. einnig v. 16 („Dauðinn
komi yfir þá ...“) og v. 24 („En Guð, þú munt steypa þeim niður í grafar-
djúpið.“).
Óneitanlega eru tengsl Vœngja dúfunnar og Slm 55 meiri og augljósari
en svo að það verði skrifað á reikning tilviljunar. Þangað er sótt nafn
myndarinnar, Merton hefur yfir 5.-7. vers sálmsins þegar Milly er látin og
tengslin reynast þegar nánar er skoðað talsvert umfangsmeiri, eins og sýnt
hefur verið hér að framan. Vissulega gefur þessi sýn á myndina henni nýja
vídd og gerir hana áhugaverðari, a.m.k. í augum guðfræðings.
I raun og veru eru Millie og Merton fórnarlömb í myndinni og bæði
sýna þau ákveðnar hliðstæður við aðalpersónu sálmsins, þá persónu sem
ástvinurinn fyrrverandi hefur svikið og brotið á. Milly fékk jú að vita það
rétt fyrir andlát sitt að besta vinkona hennar hafði leikið sér að henni
og notað hana í gróðaskyni. Þó að það sé Merton sem vitnar í sálminn í
myndinni þá snýst allt um yfirvofandi dauða Milly og versin úr sálminum
eru lesin upp undir jarðarför hennar.
En þessar hliðstæður gera ekki bara kvikmyndina áhugaverðari sem slíka
fyrir þá áhorfendur sem á annað borð hafa áhuga á hliðstæðum sem þessum
heldur getur myndin varpað nýju ljósi á sálminn og vakið hjá guðfræðingum
og ritskýrendum þá hugmynd eða þá spurningu hvort svo kunni að vera
í sálminum að það sé kona sem sé fórnarlamb ástvinarins fyrrum eins og
raunin er í kvikmyndinni.
Og það er sannarlega ekkert sem mælir gegn því að listamenn, hvort
heldur myndlistarmenn, skáld, tónlistarmenn eða kvikmyndagerðarmenn,
geti varpað nýju ljósi á texta ritningarinnar, ljósi sem leitt geti til nýrra
38 Þessi úrkynjun er undirstrikuð í vel heppnaðri senu þar sem Mark er drukkinn upp á þaki að
skjóta kanínur í garðinum. Hér er líklega verið að vísa í fræga senu í frönsku kvikmyndinni La
regle da jeu (Leikreglurnar, frá 1939) eftir Jean Renoir þar sem yfirstétdn stillir sér upp í garði
til að skjóta á kanínur sem hlaupa þar um. Sú mynd er talin meðal merkustu og áhrifaríkustu
ádeilna á yfirstéttina.
88