Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 91
spurninga meðal biblíufræðinga, hafi þeir á annað borð augu og eyru til
að notfæra sér ný sjónarhorn listamannanna. Og þar kemur gildi áhrifa-
sögunnar vel í ljós, ekki bara sem forvitnilegur viðauki við ritskýringuna
heldur sem mikilvægur liðsauki í hinni eilífu glímu við merkingu hinna
fornu texta.
Þá dregur myndin einnig firam það félagslega óréttlæti og ofbeldi sem er
svo ríkt í sálminum. Gjörðir Kate eru ekki sprottnar af illsku einni saman,
hún er sjálf fórnarlamb rangláts samfélags og bregst við í örvæntingu til að
losa sig úr viðjum þess.
Hér skal að lokum nefnt annað dæmi um kvikmynd, raunar heimilda-
kvikmynd, þar sem Slm 55 kemur við sögu. Um er að ræða kvikmyndina
Húsið er svart (1962), efitir íranska leikstjórann Forogh Farrokzad. Hún
var eina konan sem gerðist ljóðskáld og rithöfundur í íran upp úr miðri
20. öld.39 Um er að ræða svarthvíta, mjög nærgætna heimildamynd40 um
íbúa holdsveikranýlendu einnar í Iran. Samúð Farrokzad með íbúunum
leynir sér ekki og það vekur athygli að meðal texta sem hún les úr meðan
myndin er sýnd er Slm 55.7-8: „Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan ...“ í
ljósi umræðunnar hér á undan er það eftirtektarvert, eða a.m.k. áhugaverð
tilviljun, að það er kona sem gerir þessa kvikmynd og velur þennan sálm.
Nokkrar niðurstöður
í þessari grein hefur verið farin sú óvenjulega leið að nýta kvikmynd þar
sem Slm 55 kemur við sögu til að styðja við ritskýringu og túlkun sálmsins.
Kvikmyndin og sálmurinn eiga margt sameiginlegt, m.a. það að brotið er
gegn persónu af manneskju sem hún hafði áður staðið í nánu vináttusam-
bandi við. í kvikmyndinni er aðalfórnarlambið kona í sérstökum ástarþrí-
hyrningi sem er meginefni myndarinnar. Það varð höfundi þessarar greinar
tilefni til að spyrja hvort svo kunni að vera einnig í sálminum.
Með þessum hætti er síðari tíma áhrifasaga (kvikmynd frá 1997) notuð
til að varpa ljósi á merkingu biblíutexta og má orða það sem svo, að þar hafi
hinu túlkunarfræðilega ferli verið snúið við. Ahrifasagan er þar með orðin
39 Sjá umfjöllun Bjarna Randvers Sigurvinssonar um myndina í greininni „„Augu þin sáu mig ...“
Húmanísk þjóðfélagsgagnrýni í írönskum kvikmyndum“, í Mótun menningar / Shaping Culture.
Afmœlisrit til heiðurs Gunnlaugi A. Jónssyni sextugum, Reykjavík, 2012, s. 205-226, einkum s.
210-212.
40 Myndin er aðeins 32 mínútna löng.
89