Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 136
Það sem greinir kapítalismann aftur á móti frá gróðahyggju fyrri tíma er
að vinnan verður að lífsmáta. Markmiðið er ekki endilega að njóta ávaxta
erfiðis síns í lifanda lífi, heldur að auka afköst og gróða.60 Slík afstaða
er auðhyggju fyrri alda framandi. Weber spyr nú hvaðan áherslurnar í
vinnusiðferði Benjamíns komi. Þær er ekki að finna í fornum fjármálamið-
stöðvum eins og í Flórens á 14. og 15. öld, heldur eru þær settar fram í
afskekktu fylki í Bandaríkjunum, Pennsylvaníu. A 18. öld leið efnahagslífið
þar fyrir peningaskort, svo menn urðu að grípa til frumstæðra vöruskipta.61
Að mati Webers nægir því ekki að rekja upphaf nútíma kapítalisma til þess
að farið var að leggja áherslu á raunhyggju og hagkvæmi (þ. Rationalismus).
Það skýrir engan veginn vegna hvers kapítalisminn kemur ekki fram á
sjónarsvið sögunnar í hefðbundnum verslunarkjörnum eins og Flórens,
heldur á svæðum sem voru þeim víðs fjarri. Róta hans beri mun fremur að
leita í þeim mannskilningi er birtist í því vinnusiðferði sem m.a. er að finna í
texta Benjamíns Franklíns. Þegar hann er skoðaður kemur skýrt fram trúar-
legt eðli vinnusiðferðisins og rætur mannskilnings þess í guðfræði siðbótar-
manna. Það nýja sem siðbótin fæðir af sér er einmitt þetta vinnusiðferði,
þó að um hliðarafurð sé að ræða.
Weber rekur þessa þróun. Lúther setur í eitt köllun kristins manns og
starf hans. Þýska hugtakið yfir köllun er „Berufung“, sem í skrifum Lúthers
er lagt að jöfnu við hugtakið yfir vinnu á þýsku, þ.e. „BeruF. „Beruf‘ verður
að „Berufung“, eða vinna verður að köllun. Köllunin og eftirfylgdin við Krist,
sem af henni leiðir, er því ekki lengur bundin við sérstakt líferni og þjónustu
sem munkar, nunnur, prestar og prelátar o.s.frv. inntu af hendi innan múra
kirkjunnar. Þetta fólk var samkvæmt kenningum miðaldakirkjunnar álitið
feta erfiðan stíg eftirfylgdar við Krist. Mælikvarða breytni þeirra var m.a. að
finna í Fjallræðunni, en auk þess var einlífi, fátækt og hlýðni (lat. consilia,
sbr. Mt 19.12; 19.21; 16.24) haft í heiðri. Aftur á móti þurfti almenningur
að halda sig við einfaldari reglur (lat. paecepta), sbr. boðorðin tíu. Lúther
hafnaði þessari tvískiptingu, að stuðst væri við mismunandi siðferðilegar
kröfur, eftir því hvort maður starfaði innan „veraldlegs geira“ eða á andlegu
sviði kirkjunnar. Forsendur þessa nýja viðhorfs er að finna í ritskýringar-
vinnu siðbótarmannsins. Weber rekur þær í ítarlegum neðanmálsgreinum
og fylgir þar megináherslum innan lúthersrannsókna samtímans, m.a. hjá
60 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 91-92 [55].
61 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 94 [60].