Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 96
framgang stefnunnar en hún varpar ljósi á þær fjölþættu deilur sem stóðu
um hana á öðrum áratug 20. aldar.
Hér verður ekki fjallað um frjálslyndu guðfræðina, einkenni hennar
eða útfærslur enda hefur það verið gert á ýmsum vettvangi bæði fyrr og
síðar.5 Látið skal nægja að benda á að hún gekk út frá nýjum vísindalegum,
sögulega-gagnrýnum sjónarhornum við biblíutúlkun og ritskýringu.6 Að
því leyti svaraði hún kröfum raunhyggjunnar um vísindaleg vinnubrögð.
Þá einkenndi hana jákvæður mannskilningur, bjartsýni á þroskamöguleika
mannsins í trúarlegum, andlegum og siðferðilegum efnum, sem og jákvæð
sögusýn, þjóðfélagsviðhorf og menningarafstaða.7 Enn eitt einkenni frjáls-
lyndu guðfræðinnar var fráhvarf frá játningarbundnum kristindómi.8 I
anda hennar kom t.d. fram hér á landi og víða annars staðar krafa um frelsi
presta andspænis trúarjátningum kirkjunnar sem mikið var rætt í upphafi
20. aldar. Það var ekki síst þetta atriði sem olli deilum hér á upphafsárum
frjálslyndu guðfræðinnar.
Á almennri prestastefnu sem Þórhallur Bjarnarson (1855-1916) biskup
kallaði til á Þingvöllum 1909 hélt Jón Helgason íyrirlestur um „prestana og
játningarritin“ og mælti þar fyrir kenningarfrelsi þeirra. I framhaldi af því
samþykkti stefnan að skora á biskup að undirbúa breytingu á prestaheitinu
í samráði við handbókarnefnd og leggja fyrir næstu prestastefnu.9 Þessu
nátengt var að prestastefnan lagðist gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis
og kirkju en til að sporna við úrsögnum úr kirkjunni og stofnun fríkirkju-
safnaða var lagt til að söfnuðum yrði gert mögulegt að losna við presta
sem þeir af réttmætum ástæðum felldu sig ekki við. Þetta fyrirkomulag var
5
6
7
8
9
Sjá t.d. greinar frá málþinginu „Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi“, Gliman. Óháð timarit um guðfraði
ogsamfélag, sérrit 2, 2010. Gunnar Kristjánsson, „Kirkjan í keng. Hugleiðingar um þróun íslensku
þjóðkirkjunnar á tuttugustu öld“, Andvari, Nýr flokkur XLII, 125. ár, bls. 69-80, hér bls. 71.
Sama rit, bls. 72
Sama rit, bls. 72.
Sama rit, bls. 72
„Prestastefnan“, Nýtt kirkjublað. Hálfsmánaðarritfyrir kristindóm ogkristilega menning, 4. árg., 13.
bl., 1909, bls. 145-150, hér bls. 146-147. Skömmu síðar birti Jón Helgason grein sem „að stofni
til“ byggði á fýrirlestrinum. Þar hélt hann fram þeim skilningi að ef mögulegt ætti að vera að
binda boðun presta við fastákveðin rit, yrðu þau að fullnægja þeim skilyrðum að hafa upphaflega
verið samin í þeim tilgangi, að vera viðurkennd sem slík af kirkjunni (en ekki aðeins veraldlegum
löggjafa), að vera fullkomlega samhljóða Ritningunni og skuldbinding við þau að vera í samræmi
við anda og hugsjón evangelísku kirkjunnar. Taldi hann mikið á skorta að hefðbundin játningarrit
íslensku kirkjunnar stæðust þessar kröfur. Hins vegar leit hann á játningarnar sem mikilvæga
„metrasteina“ er bæru vitni um um þróun kirkjukenningarinnar. Þær ætti á hinn bóginn ekki að
nota sem „tjóðurhæla". Jón Helgason, „Prestarnir og játningarridn“, bls. 201, 222.
94