Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 112
hefði ranglega verið túlkaður á þann veg að hann skæri úr um að Arboe
Rasmussen væri heimilt að vera prestur í þjóðkirkjunni. Þannig hafði Jón
Helgason eins og fram er komið einmitt túlkað dóminn þótt Schau beini
orðum sínum skiljanlega ekki gegn honum.71
Schau tók af allan vafa um að hæstiréttur hafi talið sig hæfan (d.
kompetent) til að dæma í máli sem laut að kenningu kirkjunnar og því hefði
hann getað skorið úr í ofangreindu efni. Það hefði þó ekki verið hlutverk
hans eins og málið hafði verið lagt fyrir hann.72 Þá kvað Schau felast í dóms-
niðurstöðunni að dönsk lög veittu heimild til að dæma presta til refsingar
fyrir að gerast sekir um trúvillu. Sló hann því föstu að þótt dómafordæmi
væru eldri en grundvallarlögin frá 1849, breytti trúfrelsið sem með þeim
var innleitt engu þar um.73 Schau benti aftur á móti á að hæstiréttur hafi
að vel yfirlögðu ráði látið vera að tjá sig um hvort Arboe Rasmussen hefði
brotið gegn kennisetningum kirkjunnar þar eð málið sem skotið hafði verið
til réttarins laut aðeins að því hvort hann hefði unnið til refsingar vegna
brota í starfi eða ekki. Af þessum sökum varð að taka tillit til mildandi
aðstæðna er leitt gætu til sýknunar. Þá hefð sérfræðiálitin sem lögð voru fyrir
synódalréttinn mjög greint á um hvort skoðanir þær sem Arboe Rasmussen
hafði tjáð brytu gegn kenningu evangelísk-lúthersku kirkjunnar eða ekki.74
Þær mildandi aðstæður sem hæstiréttur byggði sýknudóm sinn á voru að
Arboe Rasmussen hefði haft gildar ástæður til að ætla að sér væri heimilt
að halda fram sérskoðunum sínum vegna þess hve lengi yfirboðarar hans
hefðu látið hjá líða að aðhafast gegn honum.75 Schau taldi aftur á móti að
ekki mætti túlka dóminn þannig að í honum fælist að Arboe Rasmussen
væri heimilt að vera áfram prestur í þjóðkirkjunni. Rétrurinn hefði aðeins
skorið úr um að ekki bæri að dæma hann til refsingar.76 Loks benti Schau
71 V. Schau, „Meddelelser“, bls. 78.
72 Sama rit, bls. 79
73 Sama rit, bls. 79.
74 Sama rit, bls. 79-80.
75 Sama rit, bls. 80. Johannes Jacobsen, „Retssagen", bls. 18-22, 32-37. Kristine Garde, To laresager,
bls. 37, 121-124.
76 „Deriomod er det ubeföjet at opfatte Dommens Bemærkning om A.R’s begrundede gode Tro
som indeholdende en Tilkendegivende af, at hans Udtalelser ikke vare i en saadan Strid med
Folkekirkens Lære, at han var udelukket fra fremdelses at fiingere som Præst i denne Kirke. Den
begrundede gode tro har Dommen kun tillagt den betydning, at A.-R. som Fölge deraf matte
frifmdes for Straf. Det maatte jo ogsaa betragtes som utænkeligt, om Dommen umiddelbart
efter at have udtalt, at den ikke vil afgore, om A.R’s Udtalelser er i Strid med Folkekirkens Lære,
vilde frifmde paa Grundlag, der kunde betragtes som ensbetydende med en anerkendelse af, at
j
110