Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 60
kristnum manni eða manni ancLlegrar stéttar. Samkvœmtþeim orðum verðum
við öll við skírnina að prestum eins og helgur Pétur segir í fyrra Pétursbréfi:
„Þér eruð konunglegur prestdómur og prestlegt konungsríki.<<6
Af þessu grundvallarviðhorfi, sem kallað hefur verið kenningin um
hinn almenna prestdóm, leiðir síðan skilning á embætti og kirkju þar sem
allir kristnir menn eru hver öðrum prestar - og þá ekki í krafti prestvígsl-
unnar heldur skírnarinnar. Þeir biðja hver með öðrum, þeir boða hver
öðrum Orðið, hver og einn er ábyrgur fyrir málstað trúarinnar. „Hver
kristinn maður er ndunga sínum Kristur, “ sagði Lúther.6 7 Fræðimenn hafa á
síðari árum talið kenninguna um hinn almenna prestdóm vera kjarnann
í hinni „kirkjulegu byltingu“ við upphaf siðbótarinnar í Wittenberg.8 9
En hún hefur ekki alltaf átt auðvelt uppdráttar í lútherskum kirkjum,
hér er viðhorf sem höfðar til trúarskilnings hinna myndugu sem taka
sér ábyrga stöðu í kirkju og samfélagi. A tímum siðbótarinnar voru þeir
ekki alltof margir frekar en endranær. „Nauðsynleg sjdlfsgagnrýni siðbótar-
hreyfingarinnar, einkum efiir 1527/1528, varð til þess að hugmyndin um
samfélag kristinna manna og þar með um almennan prestdóm fiéll í skuggann
— hugsjónin hefiur ekki borið sitt barr síðan. Þessi orð Fíans-Martins Barth
eru umhugsunarverð.
III. Prests- og prédikunarembætdð
í Biblíuþýðingu Lúthers er augljóst að hann skilur prestsembættið út frá
hlutverki þess en ekki inntaki eða eðli. Hann þýðir gríska orðið diakonia og
samsvarandi latneskt orð í biblíutextanum, ministerium, ávallt sem Dienst
(þjónusta) eða Aufirag (hlutverk). Þennan skilning ítreka Melanchton og
hans menn í fimmtu grein Ágsborgarjátningarinnar: „ Tilþess að vér öðlumst
þessa trú er stofnað embœtti til að boða fagnaðarerindið og úthluta sakrament-
unum“(CA V). En það svífur ekki í lausu lofti. Söfnuðurinn, handhafi hins
6 Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals, þýðing: Vilborg Auður ísleifsdóttir, Reykjavík, 2013, s.
50-51.
7 „... ei, so will ich [...] wiederum frei, fröhlich und umsonst tun, was ihm wohlgefállt und gegen
meinen Náchsten auch werden ein Christus, wie Christus mir geworden ist [...].“ Samkvæmt
Hans-Martin Barth, Die Theologie Martin Luthers, s. 399, vitnað í StA 2,299,9-12, latneskur
texti: „Dabo itaq(ue) me quendam Christu(m) p(ro)ximo meo, que(m)admodu(m) Christus sese
p(rae)buit mihi [...].“
8 Thomas Kaufmann, „Ekklesiologische Revolution: Das Priestertum der Glaubenden in der
fruhreformatorischen Publizistik - Wittenberger und Basler Beispiele", handrit, s. 487-522.
9 Sbr. Hans-Martin Barth, Die Theologie Martin Luthers, s. 414.
58
1