Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 175
Það eykur líka á gildi bókar Kugels að hún er skrifuð af fræðimanni
sem vissulega er gyðingur en þekkir einnig mjög vel hina kristnu trúar- og
rannsóknahefð og fyrir vikið tekur bókin stundum á sig svipmót áhugaverðs
samtals gyðingdóms og kristni í afstöðunni til ritninganna.
Kugel gegndi lengi prófessorsstöðu við Harvard-háskólann kunna í
Bandaríkjunum við fáheyrðar vinsældir, en hefur hin síðari árin starfað við
Bar-Ilan-háskólann í Ramat Gan í Israel og býr í Jerúsalem. Kugel hefur
skrifað fjölda afar vandaðra og læsilegra fræðirita, auk þeirra rita sem þegar
hafa verið nefnd. Þau eiga það flest sammerkt að leitað er aftur í gyðinglega
túlkunarhefð. Má þar nefna In Potiphar’s House (1994), The Bible As It Was
(1997), The Great Poems ofthe Bible (1999). Hann er tvímælalaust einn af
athyglisverðustu biblíutúlkendum samtímans og er mjög eftirsóttur fyrir-
lesari á alþjóðlegum ráðstefnum.
Kugel er gæddur þeim hæfileika að skrifa læsilegan texta og er augljóslega
ekki haldinn þeirri firru, sem furðu margir fræðimenn virðast haldnir, að
fræðin verði vísindalegri ef þau eru sett fram á tyrfinn og illskiljanlegan hátt.
Greinilega er ekkert fjær Kugel. Það gætir sums staðar kímni í skrifum hans.
Þannig er yfirskrift 2. kaflans: „Maður stendur ráðþrota fyrir framan lyfitu.“
Þar er því lýst hvernig hann hafi margoft upplifað og það meðal spreng-
lærðra prófessora að menn ýta á sama lyftutakkann hver á fætur öðrum,
þar sem þeir bíða, þrátt fyrir að þeim hljóti að vera ljóst að það muni ekki
á neinn hátt flýta fyrir lyftunni. Þetta hafi sumir tekið sem líkingu fyrir
trúarbrögðin og hið trúarlega atferli, þ.e.a.s. þörf mannsins fyrir að „gera
eitthvað". Kugel hafnar raunar þeirri skýringu en frásögnin er skemmtileg
og hann staðfestir hana með því að játa að hann sjálfur hafi verið meðal
þeirra sem óþolinmóðir áttu það til að ýta enn einu sinni á lyftutakkann.
Þar sem bók Kugels er jafn persónuleg og raun ber vitni ætla ég að leyfa
mér að gerast sömuleiðis persónulegur í umfjöllun minni. Ég minnist þess
hve ég gladdist þegar ég sá bókina In the Valley ofthe Shadow í fyrsta sinn
glænýja í bókaverslun Barnes & Noble í New York, seint í febrúar 2011. Ég
hafði þá kynnst höfundinum persónulega, dvalist með honum í dagstund
í Jerúsalem og annan dag í Bar Ilan-háskólanum þar sem ég hafði flutt
fyrirlestur auk þess að hafa hitt hann á alþjóðlegum ráðstefnum og hlýtt á
hann. Ég átti nokkrar eldri bóka hans, hafði hrifist af þeim og vísa mikið
til þeirra í kennslu minni. Sjálfur hafði hann sagt mér að hann hefði átt
við krabbamein að stríða en ekki hafði ég hugmynd um að hann væri að
173
L