Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 182

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 182
4. Hver eru helstu átaka- og baráttumál innan lútherskra kirkna á Norðurlöndum og hvernig hafa þau mótað sjálfskilning kirkjunnar? í formála velta ritstjórar bókarinnar upp þeirri spurningu hvað felist í því að vera kirkja. Ekki treysta þau sér til þess að gefa einhlítt svar við því en benda á að allar fjórar kirkjurnar sem til umfjöllunar eru í bókinni nefni sig þjóðkirkjur. Ekki vilja þau gefa neina ákveðna skilgreiningu á því hugtaki heldur, en ítreka þó að hluti af því að vera norræn þjóðkirkja séu sterk söguleg tengsl við ríkið. Þessi tengsl séu þó nú um stundir í mikilli endur- skoðun eins og okkur Islendingum er vel kunnugt en ný lög sem kváðu á um tengsl kirkju og ríkis voru sett 1997. Nokkur atriði sem nefna má og hafa stuðlað að endurskoðun sambands ríkis og kirkju er aukin veraldarhyggja og fjölhyggja sem og vaxandi fjöldi innflytjenda til flestra Norðurlandanna. Niðurstaða vangaveltna ritstjóranna í formálanum varðandi þau mál krist- allast ágætlega í orðum norska biskupsins Gunnars Stálsett sem vitnað er til á fyrstu síðu bókarinnar: „Það sem einkum einkennir mótmælendakirkjur er að þær eru í stöðugu umbreytingarástandi og enduróma þannig píla- grímseðli samfélags hinna trúuðu.“ Hvað sem öllum umbreytingum líður er þó á hverjum tíma ákveðið skipulag við lýði og í lok formála gera fjórir aðilar, einn frá hverri kirkju, grein fyrir því skipulagi auk þess að staðsetja viðkomandi kirkju í sögulegu og félagslegu samhengi. Sá sem skrifar þennan kafla fyrir hönd íslenskra guðfræðinga er prófessorinn í kirkjusögu, dr. Hjalti Hugason. Ég mun nú fjalla stuttlega um málefni úr öllum fjórum flokkunum hér að ofan og beini þar ekki síst sjónum að framlagi íslensku guðfræðinganna í verkinu þar sem því verður við komið.1 Fyrsti hluti verksins fjallar um brennandi átakamál innan kirknanna nú um stundir og skrifa guðfræðingar frá öllum fjórum kirkjunum hvert sinn kaflann um það efni. Hér má skýrt sjá að málefni líðandi stundar í samfélaginu hafa mikil áhrif á kirkjuna. Dæmið sem þrír af fjórum höfundum taka hér er hjónaband samkynhneigðra. Það mál var sannarlega í deiglunni þegar kaflarnir voru í vinnslu (á árunum 2010-2011). Þegar þessi ritdómur er skrifaður (2013) hafa þessi mál hins vegar víðast hvar verið leidd til lykta og hjónaband samkynhneigðra verið lögleitt í þeim fjórum löndum sem eiga fulltrúa í þessum hluta bókarinnar. 1 Ég læt þó vera að rýna í eigin skrif um átökin um hjónaband samkynhneigðra innan íslensku kirkjunnar sem tilheyra fjórða flokknum og vel fulltrúa annarra kirkna í staðinn. 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.