Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 69
horft er til trúarreynslu og trúarsiða langt aftur í tímann, vítt og breitt um
heiminn.
Vernd og blessun eru að margra dómi lykilhugtök þegar horft er til
upprunatengdrar trúarreynslu, það á ekki hvað síst við um skírnina, þetta
sýna ýmsar rannsóknir á síðari árum.19 Þar birtist upprunatengd trúarreynsla
og það er hún sem er grunnur embættisverkanna, hún á sér ævafornar, djúpar
rætur í reynslu og sögu mannsins sem felst í ýmsum tegundum ritúala - þar
er aðskilnaðarritúal, tímamótaritúal, tengingarritúal, hlutverk ritúalsins er að
mæta ótta og kvíða við afgerandi breytingar innan fjölskyldunnar og í lífi
einstaklingsins. Hér nægja ekki orðin ein, heldur þarf einmitt ritúalið sem
byggist á margþættu táknrænu atferli, hvert ritúal er oftar en ekki safn rítusa
sem mynda síðan eina heild, ritúal. Helgisiðirnir hafa félagslegu hlutverki að
gegna, þeir hafa í sér tjáningar-fagurfræðilega vídd, þar er oftar en ekki að
finna einhvers konar vísun til mýtunnar - eða „sögunnar“ - sem sett er á
svið. Ritúalið hefur uppeldishlutverki að gegna, það undirstrikar samheldni
ákveðins hóps, oftast fjölskyldunnar en útilokar þá iðulega aðra og hefur þá
afmarkandi hlutverki að gegna. Það hefur trúarlega vídd sem birtist m.a. í
vitund mannsins um að líf hans sé undirorpið hinu óskiljanlega og framandi
sem maðurinn nær ekki til botns í, tilvist hans öll er eftir allt saman háð
djúpri óvissu og tvíræðni. Ritúalið getur einnig haft réttarfarsleg áhrif.20
Upprunatengdi þátturinn í embættisverkunum tengist hversdeginum,
hinu lifaða lífi manneskjunnar. Sá þáttur hefur ekki þörf fyrir trúfræði, hún
kemur með afleidda þættinum, framlagi kirkjustofnunarinnar. Sekunder
eða afleidd trúarreynsla er það ritúal sem trúarstofnunin hefur þróað og
býður upp á. Trúarstofnunin í þessu samhengi eru stóru trúarbrögðin þar
sem ritúalið kemur ofan frá og byggist ekki á raunverulegri upprunatengdri
trúarreynslu samfélagsins heldur á trúfræði og trúarskilningi stofnunar og
sá skilningur hefur tilhneigingu til að verða fórnarlamb tímans, njóti hann
ekki þeim mun tíðari endurskoðunar.
Nú er það spurning, sem guðfræðingar á vettvangi praktískrar guðfræði
spyrja, hvernig þessir tveir þættir embættisverkanna tengjast, hvernig þeim
reiðir af í einu ritúali. Andreas Feldtkeller segir í einu verka sinna um þetta
efni: „Ómeðvitað hefur kirkjan í okkar samfélagi gert umfangsmikla tilraun
með það hversu lengi hún getur lifað af með sína trúboðsguðfrœði án þess að
19 Christian Grethlein, Grundinformation Kasualien, s. 49.
20 Christian Grethlein, Grundinformation Kasualien, s. 54.
67