Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 93

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 93
Að þessu sögðu er rétt að undirstrika að sálmurinn er mjög opinn fyrir ólíkum túlkunum. Hann, eins og svo margir aðrir sálmar, endurspeglar sammannlega reynslu sem orðuð er með grundvallarhugtökum forna tímans (eins og sáttmálanum) sem gerir lesendum þeirra kleift að túlka þau inn í ólíkar aðstæður. Þetta segir sína sögu um menningarlegt gildi þeirra og sú femíníska túlkun sem hér hefur verið tekið undir, þ.e. að sálmurinn kunni að endurspegla reynslu konu, er túlkunarmöguleiki, sem hér hefur verið studdur rökum, en verður seint sannaður. Væri það nú svo að sálmurinn hafi alls ekki átt upphaflega við reynslu konu, dregur það ekki úr áhrifasögulegu vægi kvikmyndarinnar Vængir dúfunnar. Hún stendur eftir sem áður sem áhrifaríkur vitnisburður um hæfileika leikstjóra og höfunda kvikmyndahandrita, sem læsir eru á menn- ingarverðmæti af þessum toga. Ljóð Valdimars Briem er enda vitnisburður um annars konar skilning á sálminum forna, en kvikmyndin og hið íslenska ljóð reynast eftir sem áður draga fram svipuð meginatriði, áhersluna á hinn svikula vin og dúfuna sem myndlíkingu fyrir flóttaleið úr erfiðum aðstæðum. Samantekt Sálmur 55 er harmsálmur einstaklings en óvenjulegur sem slíkur að því leyti að óvinurinn í sálminum hafði áður verið ástúðarvinur ljóðmælandans. I greininni er kvikmyndin Wings of the Dove, sem styðst við sálminn, að nokkru notuð sem sjónarhóll og áhrifasaga biblíutextanna þannig nýtt á nýstárlegan hátt. I kvikmyndinni er það kona sem er fórnarlamb einstak- lings sem áður var vinur hennar. Það leiðir hugann að því hvort eins kunni að vera í sálminum, eins og haldið hefur verið fram í nýlegum greinum, einkum skrifuðum af sjónarhóli kvenna. I greininni eru helstu röksemdirnar skoðaðar og ekki síst beint sjónum að hliðstæðum milli borgarinnar (sem er kvenkyns) og ljóðmælandans, sem óneitanlega skapa „kvenleg“ hugrenn- ingatengsl. ítarlegri rökum er og bætt við og niðurstaðan er sú að það komi vel til greina að sálmurinn birti erfiða lífsreynslu konu sem kunni að hafa samið sálminn. I því sambandi er minnt á að Gamla testamentið sjálft kynnir til sögunnar sálma og ljóð sem eignuð eru konum. En jafnframt skal undirstrikað að mikilvægi kvikmyndarinnar felst ekki eingöngu í því að styðja við þessa ákveðnu túlkun á sálminum forna. Hvort sem sú túlkun væri rétt eða röng (sem upphaflega merking sálmsins) 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.