Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 93
Að þessu sögðu er rétt að undirstrika að sálmurinn er mjög opinn fyrir
ólíkum túlkunum. Hann, eins og svo margir aðrir sálmar, endurspeglar
sammannlega reynslu sem orðuð er með grundvallarhugtökum forna tímans
(eins og sáttmálanum) sem gerir lesendum þeirra kleift að túlka þau inn í
ólíkar aðstæður. Þetta segir sína sögu um menningarlegt gildi þeirra og sú
femíníska túlkun sem hér hefur verið tekið undir, þ.e. að sálmurinn kunni
að endurspegla reynslu konu, er túlkunarmöguleiki, sem hér hefur verið
studdur rökum, en verður seint sannaður.
Væri það nú svo að sálmurinn hafi alls ekki átt upphaflega við reynslu
konu, dregur það ekki úr áhrifasögulegu vægi kvikmyndarinnar Vængir
dúfunnar. Hún stendur eftir sem áður sem áhrifaríkur vitnisburður um
hæfileika leikstjóra og höfunda kvikmyndahandrita, sem læsir eru á menn-
ingarverðmæti af þessum toga.
Ljóð Valdimars Briem er enda vitnisburður um annars konar skilning á
sálminum forna, en kvikmyndin og hið íslenska ljóð reynast eftir sem áður
draga fram svipuð meginatriði, áhersluna á hinn svikula vin og dúfuna sem
myndlíkingu fyrir flóttaleið úr erfiðum aðstæðum.
Samantekt
Sálmur 55 er harmsálmur einstaklings en óvenjulegur sem slíkur að því
leyti að óvinurinn í sálminum hafði áður verið ástúðarvinur ljóðmælandans.
I greininni er kvikmyndin Wings of the Dove, sem styðst við sálminn, að
nokkru notuð sem sjónarhóll og áhrifasaga biblíutextanna þannig nýtt á
nýstárlegan hátt. I kvikmyndinni er það kona sem er fórnarlamb einstak-
lings sem áður var vinur hennar. Það leiðir hugann að því hvort eins kunni
að vera í sálminum, eins og haldið hefur verið fram í nýlegum greinum,
einkum skrifuðum af sjónarhóli kvenna. I greininni eru helstu röksemdirnar
skoðaðar og ekki síst beint sjónum að hliðstæðum milli borgarinnar (sem
er kvenkyns) og ljóðmælandans, sem óneitanlega skapa „kvenleg“ hugrenn-
ingatengsl. ítarlegri rökum er og bætt við og niðurstaðan er sú að það komi
vel til greina að sálmurinn birti erfiða lífsreynslu konu sem kunni að hafa
samið sálminn. I því sambandi er minnt á að Gamla testamentið sjálft
kynnir til sögunnar sálma og ljóð sem eignuð eru konum.
En jafnframt skal undirstrikað að mikilvægi kvikmyndarinnar felst ekki
eingöngu í því að styðja við þessa ákveðnu túlkun á sálminum forna.
Hvort sem sú túlkun væri rétt eða röng (sem upphaflega merking sálmsins)
91