Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 150
verða.17 Spinoza notar sama hugtak (lat. verecundiá) ogTómas yfir skömm
en skiptir því í tvennt: blygðunarsemi og skömm. Blygðunartilfinning,
samkvæmt Spinoza, er ótti um að skömmin verði að veruleika, hugarástand
sem varnar því að maður fremji nokkuð það sem valdið gæti skömm.
Ottinn er kvíði fyrir hugsanlegri skömm en eiginleg skömm (lat. pudor)
er það sem kalla má hryggð. Þetta merkir þá að eiginleg skömm er djúp-
stæð hryggðartilfinning á meðan blygðunartilfinning er ótti við mögulegan
vanheiður í framtíðinni og má því skoða sem eins konar hugleiðingu um
yfirvofandi hryggð.
Túlkun heimspekinganna þriggja á skammartilfinningunni og merkingu
hennar virðist mér eiga nokkra kjarnaþætti sameiginlega. Samkvæmt öllum
þremur er um að ræða tilfinningu sem kemur upp í sérstökum aðstæðum.
Misgjörð eða eitthvað óviðeigandi, óeðlilegt eða rangt einkennir þær
aðstæður. Aristóteles tekur fram að skammartilfinningin sé mismunandi
sterk og magnist gagnvart þeim sem maður elskar og ber virðingu fyrir.
Það þýðir að sú persóna sem upplifað hefur eitthvað óviðeigandi eða framið
hefur einhverja misgjörð sjálf skammast sín mest gagnvart þeim sem henni
eru kærastir og standa henni næst. Skömmin er ótti við vanvirðingu þeirra
til framtíðar. Þetta má tengja öðru atriði, sem heimspekingarnir þrír árétta,
en það er samband skammar og tíma. Skömmin er tvíbent; hún á upptök
sín í fortíð eða nútíð en beinist alltaf að framtíðinni. Tómas af Aquino sem
fléttar saman tal um skömm og ótta ítrekar skoðun Aristótelesar um að
skömmin feli í sér kvíða út af framtíðarhneisu og framtíðarálösun. Hann er
einnig sammála Aristótelesi um að þeir sem skammist sín óttist vanvirðingu
annarra. Að missa virðingu annarra, í túlkun beggja, er það sem óttinn og
kvíðinn hverfist um. Og þar erum við trúlega komin að kjarna máls þeirra
allra, eða því að skömm og heiður eru tvær hliðar á sömu mynt. Óttinn við
að missa virðingu annarra og eigin heiður er nokkuð sem allflestir upplifa
sem niðurbrjótandi og jafnvel eyðileggjandi. Spinoza tæpir á þessu mikil-
væga atriði þegar hann lýsir skömminni sem trega og eftirsjá. Hin eiginlega
skömm, þ.e. þegar hún er sest að í sálinni, er best tjáð, að hans mati, með
orðum um hryggð. Svipaðar upplifanir virðist mér koma fram í orðum og
reynslu þeirra einstaklinga sem koma til tals í næsta kafla þessarar greinar.
Þögn þeirra áratugum saman lýsir blygðunartilfinningu, s.s. ótta og kvíða
17 Sama heimild, bls. 154. (Á ensku hljóðar þetta svo: „Shame is sorrow, with the accompanying
idea of some action which we imagine people blame.“)
148