Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 10

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 10
að láta skeika að sköpuðu. Hann segir rót vandans liggja í sinnuleysi um skipulag og markvissa þjónustu, sinnuleysi umfram allt um að undirbúa presta undir meginþáttinn í starfi þeirra og embættisfærslu. Þar eigi hann einkum við predikunarfræði og þjálfun i predikun. Hann segir að kirkjan þurfi „umfram allt innri gagnrýni, hún þarf að vera á undan þeirri gagnrýni sem kemur utan frá“. Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um 55. Davíðssálm, sem telst til harm- sálma Gamla testamentisins, og notar kvikmyndina Vœngir dúfunnar (The Wings of the Dové) að nokkru leyti sem sjónarhól. Það er í samræmi við þá afstöðu hans að áhrifasaga biblíutextanna skuli vera hluti af ritskýr- ingu þeirra. Kvikmyndin, sem m.a. sækir nafn sitt til sálmsins, vekur þá spurningu hvort sálmurinn kunni að endurspegla reynslu konu sem svikin hafi verið af ástúðarvini sínum. Það leiðir greinarhöfund inn á braut femínískrar ritskýringar þar sem einmitt þessu hefur verið haldið fram nýverið. Höfundur færir ýmis rök fyrir þeirri niðurstöðu, telur hana fyllilega mögulega en ekki óhjákvæmilega. Um leið leggur hann áherslu á sjálfstætt gildi áhrifasögunnar. Gildi hennar standi ekki og falli með því hvort hún nýtist hinni sögulegu biblíurýni í glímunni við hina fornu texta. Hjalti Hugason skrifar greinina „Frjálslynda guðfræðin á íslandi og málið gegn Niels Peter Arboe Rasmussen". Baksvið greinarinnar er upphaf frjáls- lyndrar guðfræði hér á landi í upphafi 20. aldar. Þessi guðfræðistefna leiddi til mikilla deilna víða um lönd, m.a. um kenningafrelsi presta. I Danmörku var höfðað sakamál gegn prestinum Niels Peter Arboe Rasmussen. Var honum gefið að sök að hafa vikið frá játningarritum dönsku kirkjunnar. Var dæmt í málinu á kirkjulegum dómstigum og loks íyrir hæstarétti. Þar var Rasmussen sýknaður af ásökunum um brot í starfi. Jón Helgason (1866-1942) guðfræðiprófessor gerði ítarlega grein íyrir dóminum í einu Reykjavíkurblaðanna. Túlkaði hann niðurstöðuna á þá leið að frjálslynda guðfræðin hefði verið viðurkennd í dönsku þjóðkirkjunni og þar með hinni íslensku. Prestar sem fylgdu hinni nýju stefnu hefðu fullan rétt til embætta í kirkjunni. I grein Hjalta er sýnt fram á að Jón Helgason oftúlkaði dóminn að þessu leyti þar sem dómurinn hafði í raun eftirlátið kirkjulegum stjórnvöldum að taka afstöðu til þeirrar hliðar málsins. Sigurjón Árni Eyjólfsson skrifar greinina: „Max Weber og frjálslynda guðfræðin“. Þar ræðir hann eitt af meginviðfangsefnum Webers (1864- 1920), sem sneri að vægi verka eða vinnunnar innan hugmyndaheims mótmælenda, eins og það birtist í riti hans Siðferði mótm&lenda ogauðhyggjan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.