Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 134
að þróuninni til nútíma kapítalisma.49 í kjölfar skrifa Ernsts Troeltsch
á árunum 1908-1910 um efnið50 sneri Weber sér almennt að tengslum
trúarbragða og efnahagslífs en í því riti hans sem er hér er til umfjöllunar
er að finna ritgerðir frá því fyrir þann tíma. Ritið gaf hann út 1920 með
ítarlegum neðanmálsgreinum.
í fyrstu greininni er viðfangsefni rannsóknarinnar skilgreint og gerð
grein fyrir efnistökum. Lærisveinn Webers, Martin Offenbacher, hafði rann-
sakað í Baden hvort samband væri milli þeirra kirkjudeildar sem menn
tilheyrðu og þeirrar vinnu sem þeir stunduðu. Niðurstaða Offenbachers
var að fulltrúar kirkjudeildar mótmælenda sóttu mikið í atvinnugreinar
sem tengdust viðskiptum og tækni. I samhengi þessa setur Weber fram þá
spurningu hvaða kirkjulegar ástæður hafi mögulega búið þar að baki?51
Að mati Webers leiddi siðbótin ekki bara til þess að oki forræðishyggju
kirkjunnar var létt af veraldlega sviðinu, heldur var daglegt líf manna fært í
ákveðinn farveg.52 Guðfræðilega orðað þá var staður helgunar ekki bundinn
við múra kirkjunnar, heldur var hið veraldlega vettvangur hennar. Weber
þrengir viðfangsefnið enn frekar og spyr hvað valdi því að efnahagslega
sterk ríki með öfluga borgara- eða millistétt, er byggi á ströngu siðgæði
hreintrúarmanna eða púrítana, þrói með sér áður óþekkta afstöðu til vinnu
og iðjusemi?53 Samkvæmt Weber virðist ekki skipta máli hvort mótmæl-
endur séu í meirihluta eða minnihluta innan samfélagsins eða tilheyri
valdastétt eða yfirstétt. Áberandi sé að þeir mótist af skynsemishyggju,
þar sem efnahagsleg hagsýni og raunsæi sé í fyrirrúmi. I leit að svari lítur
Weber yfir þann múr sem tilfallandi sögulegur veruleiki birtir og hugar
að innri ástæðum þróunarinnar.54 Weber þrengir sjónarhornið nú enn
frekar og kannar hvaða guðfræðilegu áherslur búi að baki þessari afstöðu.
Alhæfingar um að veraldarfælni einkenni rómversk-kaþólska meðan efnis-
hyggja einkenni mótmælendur, rista ekki djúpt að mati Webers og hafa því
49 Dirk Kaesler, Max Weber - Eine Einfiihrung in Leben, Werk uncL Wirkung, 3. útg., Frankfurt am
Main, 2003, 100.
50 Síðar gaf Troeltsch greinar sínar út sem bók, Ernst Troeltsch, Die Soziallehren der christlichen
Kirchen und Gruppen, Tiibingen, 1912.
51 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 66 [20]. Dirk Kaesler, Max
Weber - Eine Einfúhrung in Leben, Werk und Wirkung, 101.
52 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 66 [20].
53 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 67-68 [22].
54 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 68-69 [23].