Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 110
Aðeins einn af dómurum hæstaréttar greiddi atkvæði gegn sýknu og vildi
staðfesta dóm synódalréttarins.64
í ljósi sýknudómsins gat Jón Helgason vissulega ályktað að frjálslynda
guðfræðin hefði hlotið „borgararétt“ í dönsku þjóðkirkjunni sem ætti einnig
að gilda fyrir þá íslensku þar sem hæstiréttur Dana færi með æðsta dómsvald
í báðum löndunum. Að sönnu hefði hann þó átt að staldra við þá yfirlýsingu
í dómsorðinu að rétturinn hefði ekki talið nauðsynlegt að taka afstöðu í
hinu kenningarlega álitaefni þar sem hlutverk hans hefði einvörðungu verið
að dæma um hvort Rasmussen hefði unnið til refsingar.
Þrátt fyrir sýknudóm hæstaréttar hélt C. Wegener Lálandsbiskup fyrri
afstöðu sinni til streitu um að koma í veg fyrir að Rasmussen fengi prests-
embætti í biskupsdæmi hans. Kom jafnvel til álita að víkja honum úr
embætti í Viborgarbiskupsdæmi.65 Lyktir málsins urðu þó að sérstök lög
voru sett 9. mars 1917 að frumkvæði Thorvalds Valdemars Povlsen (1868-
1942) kirkjumálaráðherra (1916-1920) en eins og flokksbróðir hans og
fyrirrennari, Keiser-Nielsen, var hann prestvígður. Þau voru kennd við
prestakall það sem Rasmussen hafði sótt um á Falstri, verið valinn til og
hlotið fyrirheit Keiser-Nielsens um. Kölluðust lögin Lex Vaalse. Fólu þau í
sér að þann tíma sem Wegener væri biskup á Lálandi-Falstri og N. P. Arboe
Rasmussen prestur í Válse skyldi kirkjumálaráðuneytið fara með tilsjón með
þessum sérstaka presti og söfnuði. Var Rasmussen síðan veitt embættið fáum
dögum síðar (16. mars). Varð hann að setja sig inn í embættið sjálfur þar eð
prófastur er laut biskupstilsjón Wegeners gat ekki tekið þátt í þeirri athöfn.
Varaði þetta ástand í rúm þrjú ár eða til hausts 1920 er Arboe Rasmussen
kaus sjálfur að láta af prestskap.66 Setning laganna, Lex Vaalse, sýnir að átök
um tilverurétt frjálslyndu guðfræðinnar í lútherskum kirkjum vöktu ýmsar
at være. Aktionens Omkostninger, derunder i Salarium til Sagforerne Knud Petersen og Boie
Petersen 500 Kroner til hver, til Overretssagforerne Dahl og Johnsen 700 Kroner til hver og til
Hojesteretssagforerene Asmussen [sækjandi] og Liebe [verjandi] for Hojesteret 1,500 Kroner til
hver samt Godtgorelse for Udlæg til Hojesteretssagforer Asmussen 167 Kroner, udredes af det
Offentlige.“ Hojesteretstidende, bls. 168-169. Arboe Rasmussen-sagen, Kaupmannahöfn: (skrifstofa
danska ríkisþingsins), 1916, bls. 50. V. Schau, „Mcddelelser", bls. 79. Kristine Garde, To Uresager,
bls. 36-37.
64 Röksemdafærsla hinna 11 dómaranna fyrir sýknudómi var mismunandi. Tilfærðar voru bæði
„súbjektívar" og „objektívar" ástæður. Þá veigruðu sumir dómaranna sér við að úrskurða um
hvort Rasmussen hefði í raun vikið frá kirkjukenningunni og þá í hvaða mæli. Meirihlutinn áleit
þó að svo væri. Kristine Garde, To Uresager, 481—492.
65 Kristine Garde, To Uresager, bls. 26-27.
66 Sama rit, bls. 38-39.
108