Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 74
Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóla Islands
Við sem vorum ástúðarvinir1
Davíðssálmur 55 með hliðsjón af áhrifasögu sálmsins
Sálmur 55 er almennt talinn til harmsálma2 Saltarans og þykir býsna
dæmigerður sem slíkur. Að einu leyti a.m.k. er hann þó frábrugðinn flestum
þeirra. Ovinurinn sem kemur við sögu í sálminum hefur áður verið náinn
vinur ljóðmælandans. I einu af handritum latnesku þýðingar Híerónýmusar
(frá 4. öld) á sálminum er að finna yfirskriftina „Rödd Jesú gegn leiðtogum
Gyðinga og svikaranum Júdasi“. Ein fræðileg greining sálmsins ber yfir-
skriftina „Rýtingur í bakið“.3 Hvort tveggja lýsir hinu óvenjulega við þennan
áhugaverða sálm sem á síðari árum hefur í auknum mæli dregið til sín
athygli fræðimanna. Það eru ekki síst konur sem þar eiga hlut að máli og
hafa velt því fyrir sér hvort sálmurinn kunni að fjalla um hlutskipti konu
og sé jafnvel saminn af konu.
I þessari grein verður áhrifasaga sálmsins dregin inn í umræðuna en
sálmurinn kemur með eftirminnilegum hætti fyrir í kvikmyndinni The
Wings of the Dove (Vængir dúfunnar).4 Spurt verður hvort kvikmyndin
geti varpað nýju ljósi á sálminn og hvort þannig megi nýta áhrifasöguna
með öðrum hætti en algengast er.5 Það mætti orða á þá leið að hinu hefð-
bundna túlkunarfræðiferli hafi verið snúið við.6 Til samanburðar verður
1 I þessari tilvitnun er stuðst við Biblíuna, 1981/1912.
2 Harmsálmarnir eru stundum nefndir angurljóð á íslensku, á ensku „laments". Um þriðjungur af
sálmum Saltarans telst til harmsálma. Sumir fræðimenn vilja frekar tala um bænasálma þar sem
harmurinn er ekki lokaorð þessara sálma. Sjá nánar um harmsálma að aftan.
3 Davidson, Robert, The Vitality ofWorship. A Commentary on the Book ofPsalms, Edinburgh: The
Hardsel Press, 1998, s. 175.
4 Myndin er frá árinu 1997. Leikstjóri: Iain Softley.
5 Sjá grein Haralds Hreinssonar, „Orðræða um áhrifasögu: Rannsóknasögulegt ágrip“, í Mótun
menningar / Shaping Culture. Afmœlisrit til heiðurs Gunnlaugi A. Jónssyni sextugum, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2012, s. 181-204. f þessari athyglisverðu grein er því haldið fram að
áhrifasagan sé annað og meira en forvitnilegur viðauki í biblíutúlkun, eins og svo oft er haldið
fram. Hún sé þvert á móti ómissandi þáttur ritskýringarinnar.
6 Sbr. Larry J. Kreitzer, The Old Testament in Fiction and Film. On Reversing the Flermeneutical
Flow, Sheffield, 1994.
72