Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 116
blönduðust guðfræðideilur aftur á móti aðeins óbeint inn í málaferli sem að
öðru leyti snerust um eignarrétt.
Niðurstaða
Líta má á framrás frjálslyndu guðfræðinnar um þarsíðustu aldamót sem
nútíma- eða nývæðingu á sviði trú- og kirkjumála og þar með sem hluta af
víðtækari menningar- og samfélagsþróun sem hvarvetna hafði afgerandi áhrif
á þeim tíma. Líkt og ýmsar aðrar stefnur og straumar sem nývæðingunni
íylgdu vakti frjálslynda guðfræðin deilur hér á landi eins og raun varð á
víða erlendis.
Þrátt fyrir andstöðu og efasemdir um að kenningar frjálslyndu guðfræð-
innar rúmuðust innan þess ramma er játningarrit evangelísk-lútherskrar
kirkju sköpuðu kom ekki til dómsmála hér á landi sem skera skyldu úr um
ágreininginn. Jón Helgason, einn helsti brautryðjandi stefnunnar, reyndi
aftur á móti, eins og rakið var í greininni, að heimfæra danskan hæsta-
réttardóm í slíku máli upp á hérlendar aðstæður og leggja guðfræði sinni þar
með traustan sóknargrunn. Þar sem hinn ákærði í málinu sem Jón leitaðist
við að gera að prófmáli hér var sýknaður, leit hann svo á að rannsóknar-
og kenningarfrelsi presta hefði verið viðurkennt og frjálslynda guðfræðin
gerð jafnrétthá hefðbundnari guðfræði. Þessi túlkun hans virðist þó reist á
veikum grunni, m.a. vegna þess að hann taldi hæstarétt hafa skorast undan
því að gerast „villumannadómstóU“.
Við frekari rannsókn á danska dómsmálinu kemur í ljós að Jón Helgason,
líkt og margir aðrir, túlkuðu dóminn mjög á aðra lund en a.m.k. einn af
dómurum hæstaréttar, H. C. V. Schau, og lesa má úr gögnum málsins að
öðru leyti. Hæstiréttur sýknaði hinn ákærða aðeins af að hafa gerst brotlegur
í starfi vegna óhlýðni eða vanrækslu. Sú niðurstaða byggðist á að rétturinn
áleit Rasmussen vegna festuleysis yfirboðara sinna hafa haft vel grundaða
ástæðu til að ætla að sér væri heimilt að halda fram skoðunum sínum enda
hefði hann ekki gert það í formlegri boðun heldur aðeins í greinum og
fyrirlestrum á almennum vettvangi. Á hinn bóginn leit rétturinn svo á að
hann væri hæfur til að dæma í málum er risu af kenningarlegum efnum
(vera ,,villumannadómstóH“), að hann gæti dæmt presta frá embætti vegna
kenningar þeirra og flestir dómaranna litu raunar svo á að hinn ákærði hefði
vikið frá kenningum dönsku þjóðkirkjunnar. Sú málsvörn fyrir frjálslyndu
guðfræðina sem Jón byggði á dómnum fékk því ekki staðist. Dómsmálið
114