Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 55
Þótt mörg og stór sé mannleg synd,
pín miskunn þó er stœrri,
þín tœmist aldrei líknarlind,
þín liðsemd œ er nœrri,
þú barna gætir veikra vel
og vottar skýrt þitt fóðurþel,
þín ndð er himnum hærri.
Þýðing Helga er í núgildandi Sálmabók nr. 394 og er þar sleppt öðru
erindinu.
Það eru tvö lög við sálminn. Eldra lagið er að líkindum eftir Lúther
sjálfan og birtist það í Grallaranum. Hið yngra er eftir Wolfgang Dachstein
(1487-1533).64 Bæði lögin hafa verið notuð á Islandi en lag Lúthers er
algengara.65
Lokaorð
í Sálmabók Guðbrands er kafli sem geymir Davíðssálma umorta í ljóð og
söngva. Kaflinn geymir 51 sálm út frá 40 Davíðssálmum og eru fimm þeirra
enn í Sálmabók íslensku kirkjunnar í nýjum og endurbættum þýðingum.
Kveðskapur með biblíuefni var ekki einsdæmi hér á landi heldur angi af
áherslu siðbótarinnar á að útbreiða efni Biblíunnar með margs konar móti,
líka með söngtextum. Lúther hafði kallað á skáld og óskað þess að þau
settust niður og ortu sálma og ljóð út frá Biblíunni. Sjálfur orti Lúther
um 40 sálma, þar af sjö út frá Davíðssálmum. Af biblíuljóðum skipuðu
Davíðssálmar stærstan sess en þeir hafa frá öndverðu verið uppistaðan
í kristinni bænagjörð. í greininni er getið nokkurra Davíðssálmaskálda
íslenskra og eru hin elstu þeirra Kolbeinn Tumason og Jón biskup Arason.
Þá er greint frá örlögum fáeinna Davíðssálma úr Sálmabók Guðbrands. í
greinarlok er sérstaklega fjallað um þá þrjá Davíðssálma Lúthers sem enn
eru í núgildandi Sálmabók íslensku kirkjunnar.
64 M. Jenny, 1985, s. 68-70.
65 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 141 og 244 (lag 78a og b). Lag Lúthers er í Sálmabók tslensku
kirkjunnar, Reykjavík, 1997, nr. 394 og í Sálmasöngsbók til kirkju- og heimasöngs, Reykjavík,
1936, s. 2.
53