Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 45
honum mun tztíð veitastþað
farsœllega fram komi.
Þeir glœpa vegi ganga á,
Guðs ráðum ekki hlýða,
auðnu þvílíkri aldrei ná,
áfelli heldur líða.
Svo sem fis afflatri jörð
feykja burt veður hvöss og hörð
um ýmsar álfur víða.
Illgjarnir munu ekki því
uppreisn í dómi hljóta
né sannra Guðs vina söfnuði í
syndugir heiðurs njóta.
En góðra manna greiðir veg
Guðs náð og miskunn ævinleg,
ranglátra leið mun þrjóta.
Föður, syni og anda sé
aðst dýrð um jörð og himin.
Eins sem hann var að upphafi
án enda verður framinn.
Kenn oss að halda kristinn sið,
kvittast og skiljast syndir við.
Sá það vill syngi Amen.
hvað sem hann helst skal þjena
hamingjan vill það léna
er farsalt fyrr og síð.
Ómildir ei svo gjörðu,
ei svo þeirra blóm,
þeir blífa sem fis á jörðu,
fiður og hismi tóm
því tzvin var ei fróm.
Ranglátir rétta herða
en rofin mun samþykkt verða
þá heilagir halda dóm.
Guð mun víst gjörla kenna
götur og leiðir þar
sem hinir réttlátu renna
reynum það allir var
að blessar hann börnin ktzr,
ómildra brautir brenna,
brátt mun hann hópinn þenna
eyða með öllu mzr.
Lofsé þér, faðirinn frómi,
frægi Guð árla og stð,
syni Guðs aukist sómi
sunginn á hverri tíð,
svo sem veröld er víð,
heilögum anda hljómi
heiður með stztum rómi.
Lofuð sé þrenning þýð. Amen.
Báðar þessar þýðingar eru nokkuð dæmigerðar fyrir kveðskap eftir
Davíðssálmum í Sálmabók Guðbrands. Þær eru nokkuð orðréttar og
jafnframt er leitast við að halda íslenskum bragreglum samkvæmt þeim
reglum sem Guðbrandur setti þeim skáldum sem hann kallaði til verksins.
Sálmurinn rekur fyrst og fremst efni Davíðssálmsins en er engin tilraun til
útleggingar. Lokaerindið er lofgjörð til heilagrar þrenningar. Síðari þýðingin
43