Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 64
talsvert reynir á í fjölmennari söfnuðum. Prédikunin er þar krefjandi verk-
efni og kallar á mikinn undirbúning.
Hins vegar eru svo embættisverkin sem taka drjúgan tíma, áreiðanlega
meiri hluta starfstímans hjá mörgum prestum. En í tengslum við embættis-
verkin hefur hann áreiðanlega mun meira samband við fólk en í guðsþjón-
ustuhaldinu í kirkjunni. Á þessari tvenns konar þjónustu prestsins er mikill
munur sem ég mun nú gera að umfjöllunarefni.
í helgihaldi kirkjuársins er presturinn fulltrúi kirkjustofnunarinnar, hann
leiðir helgihaldið, hann kemur fram fyrir hönd kirkjunnar, syngur messuna
eftir handbók þjóðkirkjunnar og prédikar út frá texta dagsins.
I embættisverkunum mætir presturinn fólkinu við skírn, fermingu,
giftingu og útför. Oftar en ekki skipta kirkjugestir tugum og hundruðum
við embættisverkin. En það sem meira er: hér vinnur presturinn á öðrum
forsendum en í kirkjunni á helgum dögum kirkjuársins, hér er annars konar
ritúal á dagskrá. Þar að auki koma hér sífellt nýir aðilar að undirbúningi,
fólk sem hefur oftar en ekki afar takmörkuð tengsl við kirkjulífið að öðru
leyti, stundum jafnvel engin.
Á eftirminnilegu kolloquium í Skálholti á siðbótardaginn í fyrra, sem
vígslubiskupinn í Skálholti efndi til, var hópur presta saman kominn og
ræddi viðfangsefni dagsins, skírnina. Þar lýstu margir vanda sínum: hvað á
að gera þegar fólkið óskar eftir nærveru prestsins en vill ekki að hann mæti
í hempu eða tekur fram að hann megi ekki fara með bæn? Það þykir ekki
tiltökumál að skírnin fari fram úti í náttúrunni, t.d. í skógarlundi við sumar-
bústaðinn. Ekki er óþekkt að fólkið komi með drög að skírnarformi og óski
eftir því að sungið sé eitt og annað sem er ekki að finna í neinni sálmabók.
Fermingin er í sumum tilvikum að einhverju leyti framkvæmd eftir
óskum þeirra sem hlut eiga að máli en ekki er fylgt formi handbókarinnar.
Þar hefur kirkjan staðið föst á kyrtlunum og unnið þar með gegn hinum
persónulega þætti fermingarinnar. Oft er búið að undirbúa giftinguna að
mestu ieyti áður en presturinn kemur að, hvað sungið verður og hvernig
eitt og annað skuli ganga fyrir sig - svo á hún að fara fram á eyju úti í
vatninu. Loks er komið að útförinni þar sem aðstandendur hafa ákveðið að
leikið skuli Rolling Stones-lag af plötu samkvæmt ósk hins látna, svo verður
Eurovisjónlagið sungið, öskunni verður síðan dreift „yfir haf og óbyggðir“
eins og segir í reglugerð ráðuneytisins og þar þarf presturinn ekki að vera
viðstaddur. - Kannski finnst aðstandendum þeir hafa sýnt hugrekki að fá
persónulegar óskir um athöfnina viðurkenndar. Á nokkrum áratugum hefur
62
J