Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 105
Radikal Venstre-flokksins hafði áður heitið að veita honum embættið hlyti
hann bindandi kosningu. Þess má geta að ráðherrann var einnig prestvígður.
Wegener neitaði þó eftir sem áður að staðfesta valið með köllunarbréfi.44
Beinum árekstri milli biskups og ráðherra var þó afstýrt um sinn þar
sem Arboe Rasmussen fór fram á að mál hans yrði tekið upp formlega og
það leitt til lykta þrátt fyrir að embætti hans gæti verið í húfi. Leit hann
svo á að um prófmál væri að ræða er skæri úr um hvort rými væri í dönsku
þjóðkirkjunni fyrir presta er ástunda vildu fræðilegar rannsóknir og taka
afleiðingunum af þeim.45 Spurning Rasmussens laut þannig að því hvort
það rannsóknarfrelsi sem von Harnack boðaði væri til staðar í dönsku þjóð-
kirkjunni. Meðal biskupanna var það sjónarmið aftur á móti ríkjandi að
um kenningar- og játningarfrelsi presta gæti ekki verið að ræða án þess að
gildandi skipan þjóðkirkjunnar á evangelísk-lútherskum grunni leystist upp.
Þá væri óviðunandi að mótsögn ríkti milli kenningar Arboes Rasmussen og
þeirra helgisiðabóka sem í gildi væru og hann notaði í raun.46 Var málið
tekið fyrir á biskupafundi og í framhaldinu var Rasmussen stefnt fyrir
prófastsrétt í Hellum-Hindsted-prófastsdæmi.47
Fyrir prófastsréttinum var málið sótt með tilvísan til greina 2-11-1 og
2-4-6 í dönsku lögum Kristjáns V. frá 1683 sbr. og gr. 2-1 auk prestaeiðs
danskra presta frá 1870.48 Fyrstnefnda greinin fjallaði um skyldur presta, að
vera söfnuðum sínum til fyrirmyndar í lífi og starfi sem og að beita lærdómi
sínum öðrum til uppbyggingar en ekki hneykslunar og að gæta að öðru
leyti þeirrar virðingar sem embætti þeirra sæmdi.49 Sú lagagrein sem næst er
talin kvað m.a. á um skyldur presta til að boða lögmálið og fagnaðarerindið
í samræmi við heilaga ritningu, hinar fornu, samkirkjulegu trúarjátningar
44 Krisdne Garde, To Lœresager, bls. 25-26. „S. Keiser-Nielsen, Kultusminister, 21/6 1913 - 28/4
1916“, (sótt 28. jan. 2013) af http://sekr.uvm.dk/historie/tekster_min_galleri/mini_keiserniel.
html.
45 Kristine Garde, To laresager, bls. 25.
46 Sama rit, bls. 25-26.
47 Sama rit, bls. 26-27. Um samráð biskupanna í málinu, sjá dönsku lög gr. 2-17-17. Kong Christian
den femtis Danske Lov. Kristine Garde, To laresager, bls. 69-70.
48 Sama rit, bls. 29, 48.
49 „Præsterne skulle i al deris Liv og Levnet og Omgængelse sig saaledis anstille, som det Guds Ords
Tienere bor, at deris Tilhorere kunde tage gode Exempler af dem, og deris Liv og Lœrdom kand
svare hin anden til Opbyggelse og uden Forargelse, saa at de ikke selv med deris Liv og Levnet deris
Embede vanære; Men sig saaledis altid forholde, som deris Kalds Veerdighed udkrœver.“ [Leturbr.
HH.] Kong Christian den femtis Danske Lov .
103