Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 35
Þú átt mína sjö iðrunarsálma og skýringar mínar við þá og þar getur þú
séð merkingu sálmanna.9 Ef það hentaði þér gæti ég sett þér fyrir að þýða
einn þeirra og þá einkum hinn fýrsta: „Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni
(Sálm 6) eða hinn sjöunda: „Drottinn, heyr þú bæn mína ...“ (Sálm 143).
Eg ætla Jóhanni Dolzig annan, „Sæll er sá sem ...“ (Sálm 32). Sjálfur hef ég
þýtt Ur djúpinu (Sálm 130) og „Guð, vertu mér náðugur ...“ (Sálm 51) hef
ég ætlað öðrum.10 En ef iðrunarsálmarnir eru of erflðir, taktu þá þessa tvo:
„Eg vil vegsama Drottin alla tíma ...“ og „Gleðjist, þér réttlátir yfir Drottni
...“ eða Sálma 33 og 32.* 11 Eða Sálm 103: „Lofa þú Drottin, sála mín ...“
Svara mér nú hvers vér megum vona af þér. Lif heill í Drottni.
Samkvæmt þessu bréfi vildi Lúther láta umyrkja Davíðssálma og annað
biblíulegt efni yfir í ljóð í því skyni að Guðs orð yrði lifandi meðal fólks
„líka í söng“. Hann tekur fram hvaða sálma hann vilji helst sjá orta og
hverjum hann ætlar að yrkja þá og athyglisvert að hann notar sögnina að
þýða um að setja Davíðssálma yfir í ljóð. Biblíuefni í ljóðformi er þar með
ein þýðing á Biblíunni. Eins er áhugavert að Lúther talar um aðferðir við
þýðingu á biblíulegu efni yfir í ljóð með líkum hætti og hann útskýrði
aðferð sína við að þýða Biblíuna í riti frá 1530.12 Þó að Lúther efist um
hæfileika sína til að yrkja eins og hann helst vildi átti hann eftir að verða
afkastamikið sálmaskáld og yrkja alls um 40 sálma.13 Lúther nefnir einn
þeirra í bréfinu eða Sálm 130, Ur djúpinu ákalla ég þig, Drottinn. Innan
lútherskrar kirkju hófst snemma ríkuleg hefð biblíuljóða og voru íslendingar
fljótir að tileinka sér þá hefð. Hér voru ortar biblíurímur og mörg biblíuljóð
næstu aldirnar eftir.
9 Lúther á hér við hina sjö kirkjulegu iðrunarsálma, Sálma 6, 32, 38, 51, 102, 130 og 143 en hann
gaf þá út sérstaklega með skýringum árið 1519.
10 Það var Erhart Hegenwalt, sem lítið er annars vitað um, og var sálmur hans þýddur á íslensku,
sjá síðar.
11 Þ.e. Sálmar 34 og 33, Lúther notast hér við númeraröð latnesku biblíuþýðingarinnar Vúlgötu.
12 Sjá Einar Sigurbjörnsson, 1998, „Þýðingaraðferðir Lúthers", í Guðfrœði, túlkun og þýðingar.
Afmœlisrit Jóns Sveinbjörnssonar prófessors. Ritröð Guðfrœðistofnunar (Studia theologica islandica)
13, s. 77-88.
13 Allir sálmar Lúthers utan einn voru þýddir á íslensku á 16. öld og birtust í Sálmabók Guðbrands
og hafa allmargir þeirra verið í íslenskum sálmabókum allt fram á þennan dag. Sjá Sven-Áke
Selander & Karl-Johann Hansson ritstj., 2008, Martin Luthers psalmer i de nordiska folkens
liv. Vísindaleg útgáfa á sálmum Lúthers er M. Jenny, 1985, Luthers geistliche Lieder und
Kirchengesánge. Vollstándige Neuedition in Ergánzung zu Band 35 der Weimarer Ausgabe, Köln/
Wien. í núgildandi Sálmabók eru alls 12 sálmar eftir Lúther eða nr. 39, 85, 86, 157, 225, 234,
237, 284, 301,335,394 og 424.
33