Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 103
sýndi ótvírætt að hæstiréttur dró ekki í efa að hann væri til þess bær til að fjalla um kenningarleg mál.35 Á árunum 1909 og 1910, þ.e. eftir dóm hæstaréttar yfir Det frie Kirkesamfund, birti Arboe Rasmussen nokkrar greinar í Protestantiske Tidende, tímariti sem félagið gaf út. Þar með hafði þjónandi prestur í þjóðkirkjunni sýnt samstöðu með félagsskap sem ekki rúmaðist innan raða hennar og boðaði raunar kenningu sem taldist í andstöðu við játningar hennar að mati hæstaréttar. Kvaðst Rasmussen síðar hafa viljað þjóna sem tengiliður milli þjóðkirkjunnar og félagsins og stuðla þannig að því að félagið hyrfi aftur í faðm kirkjunnar.36 Engin ástæða er til að draga þann ásetning hans í efa. Um trúverðugleika skýringarinnar verður þó ekki dæmt án athugunar á greinunum sjálfum en til þess hefur ekki gefist tækifæri nú enda skiptir það ekki máli fyrir meginviðfangsefni þessarar greinar. Þá dregur það úr gildi þessarar yfirlýsingar Arboes Rasmussen að málið gegn honum hófst í kjölfar fyrirlestrar sem hann hélt í Studenterforeningen í Kaupmannahöfn í desember 1910. Þar lýsti hann því yfir að hann væri undir sterkum áhrifum frá Adolf von Harnack (1851-1930) sem var einn af upphafsmönnum frjálslyndrar guðfræði um aldamótin 1900, m.a. með aðgreiningu sinni á boðskap Nýja testamentisins í „tvö fagnaðarerindi“.37 Með rveimur fagnaðarerindum er átt við aðgreiningu á milli upprunalegs og 35 Sama rit, bls. 21, nmgr. 4. 36 Sama rit, bls. 21. 37 N. P. Arboe Rasmussen, „Dogmekirken — og vejen frem“, To foredrag, Kaupmannahöfn: Vilh. Tryde, 1911, bls. 1-12, hér bls. 1, nmgr. *). f fyrirlestrinum greindi Arboe Rasmussen milli þjóðkirkjunnar sem væri „endnu uopnaaet Ideal“ og dogmu-kirkjunnar sem væri „den haandgribelige Virkelighed" en hana taldi hann, í anda Adolfs von Harnack, hafa orðið til á 4. öld er merking hugtaksins dogme hefði breyst úr því að vera mælisnúra á kristilegt líf yfir í að merkja normatívar kristilegar kennisetningar (sama rit, bls. 3). Rasmussen taldi að ætti að hylla Krist sem konung væri það ekki gert með því að stilla upp mynd hans inni í kirkju heldur með því að „hans Tanker blive en Magt ude i Verden" (sama rit, bls. 7). Hann leit einnig svo á að tímabil efnishyggju væri að baki en tímabil er aðhylltist hugsjónir (d. Idealer — t.d. réttlæti, frið, frelsi og bræðralag) væri framundan. Hann efaðist um að kirkjur og trúfélög gætu þjónað sem sameiningaröfl við þær aðstæður en vonaði að fagnaðarerindið gæti gert það. Þá benti hann á Lev Tolstoj sem mikilvæga fyrirmynd í því að boða innilegt, persónulegt samband við Guð í stað hins ytra skipulags kirkjunnar og eftirvæntingu eftir heimi þar sem réttlæti ríkti en það væri í raun ímynd Guðs ríkisins (sama rit, bls. 7-9). Helsta kenningargagnrýnin sem fram kom hjá Arboe Rasmussen var að kenninguna um „dauða Guðs“ væri ekki mögulegt að samræma eingyðistrú (sama rit, bls. 3—4). Loks tók hann undir þá tillögu, sem nokkuð hafði verið hreyft, að Faðir vorið yrði eina „dogma“ kirkjunnar (sama rit, bls. 10). í eftirmála fyrirlestrarins benti Rasmussen loks á aðskilnað kirkjunnar í svissnesku kantónunni Basel frá ríkinu 1. apríl 1911 og höfuðþættina í kirkjuskipan hinnar frjálsu kirkju (sama rit, bls. 11-12). 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.