Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 128
endanlegum veruleika handan hennar, þá leiðir sjálíkrafa af því að ekki er
hægt gera þá kröfu að innan vissra trúarbragða sé hinn endanlega sann-
leika að finna. Að mati Troeltsch búa því engin ákveðin trúarbrögð yfir
algildum sannleika. Greining hans er því grundvölluð á afstæðishyggju, en
sagnfræðirannsóknir sýna hve sögulega skilyrt og afstætt gildismat manna
er auk þess sem menn hafa alla tíð tekist á um hver séu hin æðstu gildi og
mælikvarðinn sem aðrir verði að lúta. Að mati Troeltsch eru æðstu gildin
fólgin í kenningunni um guðsríkið, en þar sem endanlegur veruleiki þess
sé handan hins sögulega, geti þau gildi, sem hafi vægi fyrir siðræna hegðun
mannsins hverju sinni, ekki verið annað en málamiðlun milli guðsríkisins
og raunveruleika hversdagsins.
Staða mannsins mótast því hér af spennu milli tveggja öfga, annars vegar
markmiða hérverunnar (þ. immanent) og hins vegar veruleika handanver-
unnar (þ. tranzendent). Atökin standa á milli menningar (þ. Kultur) sem
holdtekju hérverunnar og meinlætis (þ. Askese) sem fulltrúa handanver-
unnar.26 Þessi spenna kemur vel fram ef hugað er að þróun kristindómsins.
Að mati Troeltsch hefur kristnin ætíð haft þrjár félagslegar meginformgerðir,
þ.e. kirkja (þ. Kirche), sértrúarhópur (þ. Sekt) og dulhyggja (þ. Mystik).
Einkenni kirkjunnar sem trúarstofnunar er að aðlaga náð og endurlausn
að hversdaglífi fólks og fá allir að tilheyra henni. Sértrúarhópar eru aftur á
móti samtök meðvitaðra kristinna einstaklinga sem líta á sig sem endurfædda
og er afstaða þeirra til veraldlegs valds grundvölluð á róttækri lögmálshyggju
(þ.e. þriðju notkun lögmálsins). Oft gætir innan þeirra sterkrar vitundar
um endurkomu Krists og nánd guðsríkisins. Fullorðinsskírn er metin sem
staðfesting á meðvitaðri ákvörðunartöku einstaklingsins um að tilheyra
hinu hreina trúarsamfélagi. Dulhyggjan leggur þess í stað áherslu á kenn-
ingarlausan og helgisiðalausan kristindóm þar sem einstaklingshyggjan er
í fyrirrúmi. í forgrunni er persónubundin trú og náið andlegt samband
einstaklingsins við Guð.
I sögu kristninnar var innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar leitast við
að draga úr spennu milli menningar og meinlæta með aðgreiningu milli
andlegs lífs innan kirkjulegra stofnana (lat. vita contemplativa) og trúarlegs
lífs almennings á sviði hins veraldlega (lat. vita activa). Aðgreiningin milli
náttúru (þ. Natur) og náðar (þ. Gnade) er þar grundvaliandi fyrir muninn á
hinu andlega og veraldlega sviði. í siðbótinni var þessari aðgreiningu hafnað
26 Jan Rohls, Geschichte der Ethik, Tubingen, 1991, 392.
126