Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 34
Af hverju voru ort kvæði eftir Davíðssálmum? Hver var tilgangurinn
með því? Er Davíðssálma víðar að finna en í opinberum sálmabókum?
Hafa einhverjir hinna gömlu Davíðssálma lifað til þessa dags og eru enn
ortir Davíðssálmar? Þetta eru þær helstu spurningar sem mig langar að leita
svara við í þessari grein.
Biblíuljóð
Að snúa Davíðssálmum og öðru bibiíuefni í ljóð eða söngvísur var iðja sem
hófst með siðbótinni. Sjálfur ætlaði Lúther ortum sálmum mikið hlutverk
og lýsir hann því í bréfi sem hann skrifaði um áramótin 1523-1524 vini
sínum og bandamanni Georg Spalatin (1484-1545). Spalatin var hirð-
prestur og jafnframt ritari Friðriks vitra kjörfursta af Saxlandi.4 Bréfið
hljóðar svo:
Náð og friður. Það er ædun vor að fylgja dæmi spámanna og kirkjufeðra og
yrkja sálma á móðurmáli handa alþýðu manna - þ.e. andlega söngva ril þess
að orð Guðs megi dvelja5 meðal fólks líka í söng.
Þess vegna leitum vér að skáldum alls staðar. Og þar eð þú hefur mikla
þekkingu á þýsku máli og jafnframt mikla færni til að beita því bið ég þess
að þú vinnir með oss að þessu máli og reynir að þýða einhvern Davíðssálm
til söngs í samræmi við það sem ég sýni þér dæmi um í tilraun minni.6
Ég vil þó helst að menn forðist ný hugtök og hugtök sem eru í tísku hjá
hirðinni. Til þess að fólk geti skilið verður að syngja orð sem eru eins einföld
og almenn og kostur er, um leið og þau verða að vera hrein og nákvæm,
og þar að auki eiga orðin að tjá merkingu og útleggjast eins nærri þeirri
merkingu og liggur í sálminum sjálfum. Samt geta menn gengið frjálslega
fram, þurfa ekki að binda sig við orðin en leitast við að ná merkingunni og
skipta þá orðunum út fyrir önnur sem túlka merkinguna.
Sjálfur bý ég ekki yfir þeirri náðargáfu til að geta framkvæmt þetta á
þann hátt sem ég helst vildi. Þess vegna langar mig til að leita til þín og vita
hvort þú getir orðið Heman eða Asaf eða Jedútún.7 Ég ætla að biðja Jóhann
Dolzig8 um það sama. Hann býr líka yfir þekkingu á tungumálinu. En ég
bið þig ekki um þetta nema þú hafir u'ma og tækifæri til sem ég er hræddur
um að þú hafir ekki nóg af sem stendur.
4 D. Martin Luthers kritische Gesamtausgabe, Briefwechsel, Band 3, s. 220; þýðing mín tekin úr Einar
Sigurbjörnsson, 2012, Embœttisgjörð. Guðfraði þjónustunnar í sögu ogsamtíð, 2. útg., Reykjavík,
s. 217-218.
5 í þýðingunni í Embattisgjörð, 2012, s. 217, segir „vara við“.
6 Lúther á hér við útleggingu sína á Sálmi 130: „Aus tiefer Not“ sem fylgdi bréfinu til Spalatins.
7 Sjá lKron 25.1.
8 Ráðsherra og hershöfðingi kjörfurstans (1485-1551).
32