Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 58
eðlilegt og komumst að þeirri niðurstöðu að í reynd sé ekkert til sem heitir
embætti, við þurfum engan hirði, engan sérstakan prédikara, hver og einn
er fær um vera sinn eigin hirðir og prédika þegar hann fær andann yfir sig.
Til hvers eru embætti?
Lúther og aðrir siðbótarmenn mótuðu skilning á embætti prestsins sem
hefur staðist tímans tönn. Prestsembættið er alltaf það sama líkt og altaris-
sakramentið en það er jafnframt háð túlkun hvers tíma og því síbreytilegt.
Einungis fundamentalistar (bókstafstrúarmenn) horfa á embættið sem
óumbreytanlegt líkt og biblíutextinn og játningarnar eru í þeirra augum.
En allt krefst túlkunar þegar frá líður og aðlögunar að nýjum tímum, eigi
inntakið ekki að fara forgörðum, því tímarnir breytast, aðstæður breytast.
Þegar embættið er til umræðu er siðbótarguðfræðin undirstaðan, á henni
hvílir svo kirkjurétturinn sem er svo undirstaða hinnar praktísk-guðfræði-
legu1 útfærslu á hverjum tíma, svo að samhengi, sem stundum er flókið,
sé einfaldað.
II. Ad fontes: Hinn almenni prestdómur
Byrjum því umræðuna á Lúther, sem réðst ekki á garðinn þar sem hann var
lægstur. Það var mikil þrekraun að opna umræðu um prestsembættið og í
upphafi lítil von um árangur, svo rækilega var það samofið lífi og samfélagi.
Hvernig gat hugsast að ráðist yrði til atlögu við embættisskilning rómversk-
kaþólsku kirkjunnar sem nærðist af djúpum rótum nýplatónismans sem
hafði mótað Ágústínus og aðra mótendur frumkristninnar og miðalda-
kristindómsins? Þar var ekki aðeins kenning heldur öllu heldur trúarheim-
spekileg heimsmynd um útgeislun í þreföldum skömmtum frá hinu Eina,
guðdóminum sjálfum. Embættið var hvorki meira né minna en farvegur
hinnar guðlegu útgeislunar inn í þennan fallna og synduga heim, presturinn
sá um þá miðlun hvar sem hann fór, hann og enginn annar var umboðs-
maður guðdómsins.2
í stuttu máli var það túlkun embættisins inn í þessa heimsmynd sem
Lúther gekk á hólm við, fimm af sjö sakramentum fengu að fjúka, tvö
1 í þessari ritgerð er notað orðalagið „praktísk guðfræði" en ekki „kennimannleg guðfræði“, ástæðan
er sú að síðarnefnda orðalagið felur í sér afar mikla þrengingu á hinu fyrrnefnda sem hefur verið
ein höfuðgreina guðfræðinnar allt frá tímum Friedrichs Schleiermacher á fyrri hluta nítjándu aldar.
2 Paul Tillich, A History of Christian Thought, London, 1968, s. 51-54, 93-97. I miðaldakirkjunni
- og raunar enn í dag - birtist þreföld þrepaskipting, sem vísar til útgeislunarkenninga fyrri tíma,
m.a. í vígslustigunum biskup, prestur, djákni. Dietrich Rössler, Grundrif der Praktischen Theologie,
Berlín og New York, 1986, s. 283-284.
56