Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 78
V. 21-22. Áður en sálmaskáldið lýkur sálminum er hinn svikuli vinur
aftur gerður að umtalsefni, og hvernig hann hefur rofið hið góða og stöðuga
samband þeirra, og hversu hættulegt sé að treysta orðum hans. Hann talar
vingjarnlega en hugur fylgir ekki máli þar sem „ófriður er í hjarta hans“.
Og vert er að veita því athygli að um hann er sagt: „... rauf sáttmálann sem
hann hafði gert.“16
V. 23. „Varpa áhyggjum þínum á Drottin ...“ Eins og í Slm 11, þar sem
sálmaskáldið þráir einnig að komast burt úr sínu fjandsamlega umhverfi, er
boðskapurinn sá að hið eina örugga athvarf sé fólgið í því að treysta Guði
sem „mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fóturn".
Er það kona sem talar? — Femínísk túlkun
Nýverið hefur kvennaguðfræðin sett mark sitt á rannsóknasögu þessa sálms.
Hefur sálmurinn þannig verið túlkaður sem bænaróp konu sem hefur verið
nauðgað. Það er þýski kvennaguðfræðingurinn Ulrike Bail sem skýrt hefur
sálminn á þennan hátt. I lMós 19 og Dóm 19 höfum við dæmi um texta
sem sýna borgir sem vettvang ofbeldis gegn konum.17
Þessi túlkun Bail á það sameiginlegt með þeirri túlkun sem fram kemur
í kvikmyndinni Vœngir dúfunnar að tengja sálminn ástarsambandi. Þar er
þó sá munur á að í kvikmyndinni er óvinurinn kona eins og nánar verður
vikið að í sérstakri umfjöllun um kvikmyndina aftar í þessari grein.
Bail segir í grein sinni að það sé ekki ætlun sín að greina hið raunverulega
sögulega vandamál að baki sálminum. Hún heldur því hins vegar fram að
sálmaskáldið gæti hafa verið kona.18 Bail gerir ráð fyrir að reynsla konu
kunni að standa að baki vissum sálmum og hún telur mögulegt, þó ekki
sé það sjálfgefið, að kona hafi samið þennan sálm. En hún les sálminn eins
og hann væri harmsálmur konu sem beitt hefur verið ofbeldi og hefur auk
þess orðið að þegja yfir því.
16 Nánar verður fjallað um sáttmálann hér aftar þar sem hann skiptir verulegu máli fyrir þá túlkun
sálmsins sem hér er kynnt til sögunnar.
17 Bail, U., ívitnað rit, s. 242-263. í þessu sambandi má benda á að Christian Frevel, prófessor í
gamlatestamentisfræðum við Fláskólann í Bochum, Þýskalandi, sagði á ráðstefnu fyrir tveimur
árum, að nú stæðum við frammi fyrir offramboði texta í Saltaranum sem eiga að endurspegla
reynslu kvenna af ofbeldi. Þarna vísaði hann fyrst og fremst til þess að þeim textum Gamla
testamentisins fjölgar jafnt og þétt sem túlkaðir eru með tækjum og tólum femínismans.
18 Sjálfur hefur höfundur þessarar greinar áður látið í ljósi svipuð sjónarmið. Sjá Gunnlaugur A.
Jónsson, „Psaltaren i kulturen. Verkningshistoriens betydelse fbr exegetiken", í Svensk exgetisk
ársbok 65, 2000, s. 143-152.