Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 92

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 92
annað og meira en forvitnilegur viðauki, henni er teflt fram í ritskýringunni sjálfri. Það vill svo til að í tveimur fræðilegum greinum frá árunum 1998 og 2012, sem báðar eru skrifaðar af konum,41 hefur því verið haldið fram gegn aldalangri túlkunarhefð sálmsins að sálmurinn kunni að endurspegla reynslu konu sem brotið hafi verið gegn og hugsanlegt sé að hún sé jafnvel höfundur sálmsins. í þessari grein er tekið undir þetta sjónarmið sem til þessa hefur átt svo litlu fylgi að fagna og bætt við röksemdum því til stuðnings. Meðal helstu röksemda fyrir þessari niðurstöðu skulu þessar nefndar: Áhugaverðar og sláandi hliðstæður eru í sálminum milli borgarinnar, sem vettvangs brotsins og þess sem brotið hefur verið á. Heiti borga eru jafnan kvenkyns í hebresku og þær oft persónugerðar sem konur. Borgin og aðalpersóna sálmsins eru báðar fórnarlömb og það veitir vísbendingu um að Ijóðmælandinn í sálminn endurspegli reynslu konu. Vakin er athygli á því að hebreska sögnin jada er notuð yfir vináttusam- band einstaklinganna í sálminum. Sú sögn er gjarnan notuð yfir mjög náið persónulegt vináttusamband, sem og kynlíf karls og konu. Það gæti bent til þess að svo sé einnig hér og að kona sé fórnarlamb þess sem áður hafði verið ástvinur hennar og brotið því hugsanlega af kynferðislegum toga. Höfundur vekur og athygli á því að brotinu er líkt við sáttmálsbrot og ræðir í því sambandi merkingu þess þýðingarmikla hugtaks (hebr. berit). Bent er á sáttmála milli einstaklinga þar sem það er jafnan sterkari aðilinn sem á frumkvæðið að sáttmálsgerðinni og minnt er á að Hósea spámaður dró upp hliðstæðu milli sáttmála Guðs og þjóðarinnar og síns eigin hjónabands. Bent er á að dúfan, sem gegnir lykilhlutverki í sálminum, sé í Ljóðaljóðunum í hlutverki boðbera ástarinnar. I ljósi meginefnis sálmsins sýnist það ekki fjarlægt að dúfunni sé teflt fram sem boðbera vonar og ástar í skarpri mótsögn við ofbeldið. Það sé og ákveðin vísbending um að þarna sé verið að lýsa ástarsambandi sem hafi beðið skipbrot. Minnt er á sálma sem eignaðir eru konum í Gamla testamentinu og bækur sem kenndar eru við þær. Það ætti því ekki að þurfa að koma á óvart að einhver sálma Saltarans endurspegli reynslu konu og sé jafnvel saminn af henni. 41 Höfundur þessarar greinar hafði raunar talað fyrir þessari minnihlutatúlkun þegar árið 2000. Sjá Gunnlaugur A. Jónsson, 2000, ívitnuð grein. 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.