Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 65
ritúalið við embættisverkin færst sífellt meira í hendur þeirra sem hlut eiga
að máli og presturinn er hægt og sígandi að þokast úr sínu hefðbundna
hlutverki, að vera sá sem allt veit í þeim málum. - Hann er er ekki alltaf
öfundsverður.
En stundum bregður presturinn sjálfur á leik, skipuleggur símhringingu í
hempuvasanum á hárréttum stað í giftingarathöfn þegar brúðhjónin standa
frammi fyrir altarinu, eða hann kemur í fermingarathöfnina í kirkjunni
rapparaklæddur eins og fermingarbarn með efnismikla hettu yfir höfðinu.
Hann leikur giftinguna í sjónvarpsauglýsingu fyrir stöndugt fyrirtæki,
messar í sóknarkirkjunni í kvikmynd eða gerir sér lítið fyrir og jarðar fyrir
mikilvæga senu í íslenskri glæpamynd. Stundum vill hann vera alls staðar
og er til í allt, stundum er skórinn á hinum fætinum. Tískusveiflur verða að
ritúali: nánast eins og hendi væri veifað var ævafornu ritúali breytt og farið
að kasta rekum innanhúss en ekki þar sem moldin er, hér fór útfararrítus
aldanna umræðulaust fyrir lítið. Á kirkjuþingi fyrir nokkrum árum upplýsti
biskup aðspurður að fáeinir prestar á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki mátt
vera að því að fara að gröfinni með aðstandendum um nokkurt skeið -
gamla reglan er sú að prestur fer að gröfinni með aðstandendum og gengur
síðastur manna frá gröfinni.
VI. Hin embættisverkin
Fyrir utan hin hefðbundnu embættisverk eru svo öll hin óhefðbundnu:
presturinn prílar um borð í skipið til þess að fara með blessun, hann
er kominn inn í íbúð á sjöttu hæð til að fara með húsblessun, hann fer
með blessun við fyrstu skóflustungu að dvalarheimili aldraðra, jafnvel í
fullum skrúða (hempu, rykkilíni og hempu), eða við opnun minningar-
stofu, hann prédikar við þingsetningu, við helgistund á hestamannamóti,
við skíðamót, á rótarýþingi, við upphaf íþróttakeppni, við útisamkomu
um verslunarmannahelgina, við afhjúpun minnisvarða, hann tekur á móti
hópum í röðum sem vilja sjá kirkjuna og syngja kannski einn sálm á eftir,
hann situr við sjúkrabeð, heldur í höndina á deyjandi manni, stendur fyrir
helgistund í kirkjunni þegar andlát ber að höndum með voveiflegum hætti
eða gengur þau þungu skref að tilkynna andlát. Við náttúruhamfarir eða
stórslys, hvort sem er hér á landi eða í nágrannalöndum okkar, er kirkjan
þegar í stað komin inn í myndina. Dæmi af þessu tagi taka engan enda og
engar skýrslur ná yfir þetta svið prestsþjónustunnar. í þessu efni er eingöngu
63