Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 63
sóknarprestsins. Engu að síður er það talið almenn regla að presturinn beri
ábyrgð á eigin embætti, prests- og prédikunarembættinu, hann sé nánast
ósnertanlegur þegar um prédikunarstólinn, altarið og skírnarfontinn er
að ræða. Boðunin er hans mál, einnig útdeiling sakramentanna, þ.e.a.s.
embættisverkin í heild, öðrum er ekki heimilt að vinna þau verk (nema
skemmri skírn). Tilhneigingin á seinni tímum hefur hins vegar verið nokkuð
einhlít í þessu efni: að stefna að samvinnu prests og sóknarnefndar um flest
mál á vettvangi safnaðarstarfsins, það á einnig við um mikilvægar ákvarðanir
sem áður voru eingöngu í höndum prestsins. Sú þróun gerir nýjar kröfur
til sóknarnefndarfólks.
Bent hefur verið á að kenningin um hinn almenna prestdóm leggi grunn
að jafnræði milli leikra og lærðra innan safnaðarins, milli þess sem gegnir
prests- og prédikunarembættinu og þeirra sem leiða söfnuðinn, þ.e.a.s.
leikmanna. Einnig koma hér við sögu þeir sem gegna störfum á vegum
safnaðarins og þar með einhverju ákveðnu embætti. í myndugum söfnuði
er ekki boðið upp á „klerus minor“, þar sitja allir við sama borð. Af þessu
kann að leiða ákveðinn vanda í stjórnun. Siðbótarhefðin byggist ekki á
stigveldiskerfi í stjórnun þótt hefðin hafi staðfest rækilega ákveðinn forgang
embættisins í starfi safnaðarins.14
Hvað vald biskups, til þess að vígja eða hafna vígslu einstaklings til
prests- og prédikunarembættis, varðar ber þó að halda því til haga að hvorki
biskup né prestur hefur neitt veraldlegt vald. Þar er komið að hinu verald-
lega yfirvaldi, ordo politicus, en til þess kasta kemur þegar grípa þarf inn
í réttarstöðu prests innan kirkjunnar. Almennt virðast þó lútherskir - og
raunar einnig rómversk-kaþólskir prestar - falla undir almennan, opinberan
rétt sem er í gildi í hverju samfélagi, og þar að auki heyra prestar undir lög
um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.15
V. Á líðandi stund
Lítum nú nánar á embættisverk prestanna. Hjá presti í almennum þjóð-
kirkjusöfnuði, innan ákveðinnar sóknar og prestakalls, blasir tvennt við:
Annars vegar annast hann helgihaldið samkvæmt kirkjuárinu á helgum og
hátíðum, þar fylgir hann fyrirskipuðum helgisiðum. Viðfangsefni prestsins
eru af ýmsum toga, þar er sálgæslan ofarlega á blaði og svo stjórnun sem
14 Dietrich Rössler, Grundrifi der Praktischen Theologie, s. 294.
15 Péter Erdo, „Amtsgewalt", Lexikon fiir Kirchen- und Staatskirchenrecht, s. 86-88.
61