Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 107
Því næst var málinu áfrýjað til synódalréttar í Viborgarbiskupsdæmi.
Þegar þar var komið sögu var Poulsen biskup sem verið hafði ákærandi
fyrir prófastsréttinum orðinn dómari auk stiftamtmanns í Viborgaramti.
Með tilvísun til gr. 2-11-1 í dönsku lögum Kristjáns V. sem áður hafði
verið byggt á auk gr. 2-17-8 samanber og gr. 2-17-7 og 142. gr. hegningar-
laganna hljóðaði niðurstaða dómsins upp á að Arboe Rasmussen skyldi
sviptur embætti og auk þess greiða málskostnað.54 Síðarnefnda greinin úr
hinum fornu lögum kvað á um skyldur biskupa til að stefna þeim prestum
til embættismissis er þeir hefðu áður áminnt, aðvarað og refsað fyrir að
kenna ekki fagnaðarerindið hreint og ómengað og gæta ekki að öðru leyti
prestslegra skyldna sinna og bættu ekki ráð sitt.55 Synódalrétturinn sýndi
sýnu meiri hörku en prófastsrétturinn hafði gert þar sem hann byggði á 142.
gr. hegningarlaganna (um óhlýðni) en ekki þeirri 143. (um vanrækslu) eins
og sýslumaður hafði gert í prófastsréttinum.56 En við broti á fyrri greininni
voru viðurlög mun þyngri. Viðsnúningur málsins þarf ekki að hafa komið
á óvart miðað við þau hlutverkaskipti sem orðið höfðu.
Málinu var skotið til hæstaréttar. Þá hljóðaði ákæran upp á að Arboe
Rasmussen hefði sett fram skoðanir sem væru í skýrri mótsögn við þær
skyldur sem hann bar sem prestur í þjóðkirkjunni samkvæmt dönsku lögum
(gr. 2-4-6 sbr. og gr. 2-1) og prestaeiðnum frá 1870 auk helgisiðabóka
dönsku þjóðkirkjunnar.57 Fól ákæran í sér tvö atriði: að Arboe Rasmussen
54 Sama rit, bls. 31. Fyrir synódalréttinum var Rasmussen gefið að sök að hafa ekki aðeins boðað
sérskoðanir sínar í stúdentafélaginu í Kaupmannahöfn og greinum í Protestantiske tidende, heldur
einnig í þremur ritum útgefnum á árunum 1906-1913 og á safnaðarfundum í sóknum sínum
er vissulega höfðu ekki verið haldnir í kirkjum. Þar mun Rasmussen þó hafa verið að skýra sína
hlið á deilum þeim sem upp voru komnar. Aftur á móti var viðurkennt að hann hefði ekki
boðað þær í kirkju eða vikið frá helgisiðabókum kirkjunnar. Það var samt ekki talið samræmast
skyldum hans sem prests að tjá sig „pólemískt“ gegn kirkjukenningunni þótt hann gerði það ekki
af predikunarstóli. Hojesteretstidende, bls. 169, 170, 176, 196-197. Um dómsniðurstöðuna, sjá
Hojesteretstidende, bls. 198 (sjá og bls. 176, 178, 179, 185, 188, 190, 192, 196).
55 Greinarnar 2-17-7 og 8 mynda raunar eina heild sem er þannig: [2-17-7] „De [superintendenterne]
skulle legge Vind paa, at alle Præsterne retsindeligen og eendrægteligen lære Christi hellige
Evangelium, og andet der bor at folge med, og at Præsterne med deris Hussinde fore et skikkeligt
Levnet, saa som saadanne Christi Tienere vel anstaar." [2-17-8] „Men hvilke, som derimod
giore, og ikke tage Vare paa deris Embede, eller leve Uskikkeligen, dennem skulle de give
Paamindelse og Advarsel, og straffe dem, saa at de enten bedre sig, eller lade dem for Kongens
Stigtsbefalningsmand og sig i Provstemodet indkomme, og sette dennem af deris Embede.“ Kong
Christian den femtis Danske Lov.
56 Kristine Garde, To laresager, bls. 32-33.
57 í kærunni fólst að Arboe Rasmussen hefði brotið gegn kenningunni um að Kristur væri
sonur Guðs, fortilveru hans, endurlausnarverk, dauða og upprisu. Þá hefði hann tjáð sig
105