Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 109
hvort Rasmussen hefði bakað sér refsiábyrgð eða ekki. Taldi hann sýknudóm
aðeins geta komið til greina.62
Dómur hæstaréttar var kveðinn upp 9. maí 1916 og var eðli máls
samkvæmt stuttur, öfugt við dóm synódalréttarins sem fyllir hátt í 30 bls.
í hæstaréttartíðindunum. En rannsókn málsins hafði farið fram fyrir neðri
dómstigum:
Ummæli ákærða sem fram koma í hinum áfrýjaða dómi eru að hluta óskýr,
auk þess hefur ákærði útskýrt og útfært ummælin nánar í veigamiklum
atriðum fyrir prófastsrétti sem og í greinargerð sinni til verjanda sem lögð
hefur verið fyrir hæstarétt. Auk þess var lagður fyrir hæstarétt fjöldi álits-
gjörða frá biskupum landsins, sem og prófessorum og prestum, í hverjum
komist er að mismunandi niðurstöðum um það vafaatriði að hve miklu leyti
ákærði hafi á ótvíræðan hátt gengið í berhögg við kenningu þjóðkirkjunnar
með ummælum sínum. Hæstiréttur álítur nú ekki nauðsynlegt að skera úr
um það vafaatriði þar sem dómsmál það sem um er að ræða snýst einvörð-
ungu um hvort ákærði hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þar sem hann
samkvæmt því sem fyrir liggur verður að álítast hafa verið í rökstuddri góðri
trú hvað varðar réttlætingu sína fyrir að koma fram með ummæli sín verður
hann að teljast sýkn, að auki skal kostnaður af málarekstrinum greiðast af
hinu opinbera.
Af þeim sökum álíst rétt vera:
Sóknarpresturinn Niels Peter Arboe Rasmussen skal vera sýkn af ákæru
sækjanda í þessu máli. Málskostnaður, þar á meðal laun til lögmannanna
Knuds Petersen og Boies Petersen kr. 500 til hvors, til yfirréttarlögmann-
anna Dahls og Johnsens kr. 700 til hvors og til hæstaréttarlögmannanna
Asmussens [sækjandi] og Liebes [verjandi] fyrir hæstarétti kr. 1.500 til
hvors sem og kr. 167 til greiðslu á útlögðum kostnaði hæstaréttarlögmanns
Asmussens, greiðist af hinu opinbera.63
62 Sama rit, bls. 71-72.
63 Lausleg þýð. höf. „De i den indankede Dom ommeldte Udtalelser afTiltalte er tildels uklare,
og Tiltalte har for Provsteretten samt i en for Hojesteret fremlagt Skrivelse til Defensor nærmere
forklaret og suppleret Udtalelserne paa væsentlige Punkter. Der er derhos for Hojesteret fremlagt en
Række Erklæringer fra Landests Biskopper samt fra Professorer og Præster, hvorefter Sporgsmaalet
om, hvorvidt Tiltalte ved sine Udtalelser er kommet i afgorende Strid med Folkekirkens Lære,
er Genstand for forskellig Bedommelse. Hojesteret finder det nu ikke nodvendigt at træffe en
Afgorelse af dette Sporgsmaal, idet nærværende Sag alene drejer sig om, hvorvidt Tiltalte er
strafskyldig. Da han nemlig efter det foreliggende maa antages at have været i begrundet god
Tro med Hensyn til sin Berettigelse til at fremkomme med Udtalelserne, vil han som Folge heraf
være at frifinde, hvorhos Aktionens Omkostninger bliver at udrede af det offentlige. — Thi
kendes for Ret: Sognepræst Niels Peter Arboe Rasmussen bor for Aktors Tiltale i denne Sag fri
107