Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 109

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 109
hvort Rasmussen hefði bakað sér refsiábyrgð eða ekki. Taldi hann sýknudóm aðeins geta komið til greina.62 Dómur hæstaréttar var kveðinn upp 9. maí 1916 og var eðli máls samkvæmt stuttur, öfugt við dóm synódalréttarins sem fyllir hátt í 30 bls. í hæstaréttartíðindunum. En rannsókn málsins hafði farið fram fyrir neðri dómstigum: Ummæli ákærða sem fram koma í hinum áfrýjaða dómi eru að hluta óskýr, auk þess hefur ákærði útskýrt og útfært ummælin nánar í veigamiklum atriðum fyrir prófastsrétti sem og í greinargerð sinni til verjanda sem lögð hefur verið fyrir hæstarétt. Auk þess var lagður fyrir hæstarétt fjöldi álits- gjörða frá biskupum landsins, sem og prófessorum og prestum, í hverjum komist er að mismunandi niðurstöðum um það vafaatriði að hve miklu leyti ákærði hafi á ótvíræðan hátt gengið í berhögg við kenningu þjóðkirkjunnar með ummælum sínum. Hæstiréttur álítur nú ekki nauðsynlegt að skera úr um það vafaatriði þar sem dómsmál það sem um er að ræða snýst einvörð- ungu um hvort ákærði hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þar sem hann samkvæmt því sem fyrir liggur verður að álítast hafa verið í rökstuddri góðri trú hvað varðar réttlætingu sína fyrir að koma fram með ummæli sín verður hann að teljast sýkn, að auki skal kostnaður af málarekstrinum greiðast af hinu opinbera. Af þeim sökum álíst rétt vera: Sóknarpresturinn Niels Peter Arboe Rasmussen skal vera sýkn af ákæru sækjanda í þessu máli. Málskostnaður, þar á meðal laun til lögmannanna Knuds Petersen og Boies Petersen kr. 500 til hvors, til yfirréttarlögmann- anna Dahls og Johnsens kr. 700 til hvors og til hæstaréttarlögmannanna Asmussens [sækjandi] og Liebes [verjandi] fyrir hæstarétti kr. 1.500 til hvors sem og kr. 167 til greiðslu á útlögðum kostnaði hæstaréttarlögmanns Asmussens, greiðist af hinu opinbera.63 62 Sama rit, bls. 71-72. 63 Lausleg þýð. höf. „De i den indankede Dom ommeldte Udtalelser afTiltalte er tildels uklare, og Tiltalte har for Provsteretten samt i en for Hojesteret fremlagt Skrivelse til Defensor nærmere forklaret og suppleret Udtalelserne paa væsentlige Punkter. Der er derhos for Hojesteret fremlagt en Række Erklæringer fra Landests Biskopper samt fra Professorer og Præster, hvorefter Sporgsmaalet om, hvorvidt Tiltalte ved sine Udtalelser er kommet i afgorende Strid med Folkekirkens Lære, er Genstand for forskellig Bedommelse. Hojesteret finder det nu ikke nodvendigt at træffe en Afgorelse af dette Sporgsmaal, idet nærværende Sag alene drejer sig om, hvorvidt Tiltalte er strafskyldig. Da han nemlig efter det foreliggende maa antages at have været i begrundet god Tro med Hensyn til sin Berettigelse til at fremkomme med Udtalelserne, vil han som Folge heraf være at frifinde, hvorhos Aktionens Omkostninger bliver at udrede af det offentlige. — Thi kendes for Ret: Sognepræst Niels Peter Arboe Rasmussen bor for Aktors Tiltale i denne Sag fri 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.