Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 46
er betri skáldskapur en hin fyrri en það var þó fyrri þýðingin sem lifði
með því að vera tekin upp í Grallarann sem lokasálmur 19.-21. sunnudags
eftir þrenningarhátíð.51 Hann var tekinn upp í Sálmabók 1801 (nr. 125)
lítið breyttur af Magnúsi Stephensen og aftur í Sálmabók 1871 (nr. 171).
I báðum þessum útgáfum er sálmurinn í flokknum Bænasálmar og undir-
flokknum Sannur kristindómur. Helgi Hálfdánarson orti sálm út frá fyrsta
Sálmi fyrir Sálmabók 1886 (nr. 290): „Sæll er maður sá er eigi“, en hann
hefur ekki verið í sálmabókum síðan. Þó að sálmurinn sé ortur undir allt
öðrum bragarhætti en eldri sálmurinn, byggist hann greinilega á sálmi
Oelers í Sálmabók Guðbrands og í Sálmabók 1801.52
Sálmur Lúthers eftir 12. Sálmi, „Lifandi Guð, þú lít þar á“, var í
Grallaranum inngöngusálmur 4.-6. sunnudag eftir þrenningarhátíð og hefur
því verið inngöngusálmur í hinni frægu Eldmessu á Kirkjubæjarklaustri
20. júlí 1789 sem bar upp á 5. sunnudag eftir þrenningarhátíð. í ævisögu
sinni greinir Jón Steingrímsson ekki frá söngnum í kirkjunni þann dag
en á öðrum stað í ævisögunni lýsir hann messugjörð á Þingvöllum þegar
messuupphafið var þessi sálmur Lúthers og lýsir söngnum á þessa leið:
Þar voru þá 4 þeir lystilegustu söngmenn eður prestar í kórnum. Herra
Ólafur amtmaður, sem bæði var söngmaður og hafði stóra lyst til söngs, vissi
vel af þessu og setti til 3 unga söngmenn, af hverjum öllum tók fram Magnús
sonur hans, sem tóku strax bassann undir í einu sæti fyrir fram kórdyr, en
hann sjálfur með 3 söngmönnum var í jöfnum discanti undir. Gekk svo af
allur söngurinn með þessari lofsverðu prýði. Hafði ég aldrei fyrr né síðar
heyrt svo sætan og fagurtempraðan söng, að ég kemst ætíð við með sjálfum
mér nær ég til þess þenki. Ó, hvað þá í eilífu lífi!53
Lagið við sálminn var eignað Lúther og er m.a. lagboði við 34. Passíusálm,
Um fyrsta orð Krists á krossinum.54
Sálmur 51 eftir Erhart Hegenwalt, Nú bið ég, Guð, þú náðir mig, er
tekinn óbreyttur úr Sálmabók Marteins Einarssonar 1555 og mun vera
þýddur úr dönsku.55 Hann var í Grallaranum messuupphaf á bænadögum
en lifði hann ekki. Lítið er vitað um Hegenwalt en hann mun vera eina
51 Hvorug þýðingin var tekin upp í Höfuðgreinabók 1772.
52 í Sálmabók 1886 er silmurinn talinn frumsaminn sálmur Helga Hálfdánarsonar.
53 Jón Steingrímsson 1973, Æfisagan og önnur rit, Reykjavík, s. 313.
54 Síðar var settur lagboðinn Af djúpri hryggð við 34. Passíusálm.
55 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 132.
44
J