Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 125
tengdi meistaralega saman hina félagsfræðilegu og guðfræðilegu nálgun.
Fyrirlesturinn birti Troeltsch síðan endurskrifaðan sem grein árið 1909
og svo aftur verulega uppfærða árið 1913.19 Þrátt fyrir að fyrirlesturinn sé
fremur greining Troeltsch á viðfangsefninu en kynning á útfærslu Webers
eru gagnkvæm áhrif þeirra augljós og sömuleiðis skyldleiki þeirra í mati
sínu. Báðir sækja þeir til frjálslyndu guðfræðinnar í efnistökum sínum og
greiningu. Þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir því guðfræðilega
samhengi sem Weber var óneitanlega hluti af og birtist í skrifum Troeltsch.
3. Frjálslynda guðfræðin og guðsríkisboðun Jesú
Innan frjálslyndu guðfræðinnar gætti sterkrar tilhneigingar til að tengja
tveggja ríkja kenningu Lúthers við guðsríkið í boðun Jesú. í framsetningu
helstu fulltrúa hennar er litið á tveggja ríkja kenninguna sem mögulega
útfærslu hugmyndarinnar um ríki Guðs og því undirskipað. Umfjöllun
þeirra var jafnan sett fram í samræmi við tíðaranda þessara ára sem mótaðist
af þeirri sannfæringu að sagan væri skólaganga mannkyns sem hefði sjálf-
krafa í för með sér aukinn þroska og framför. Frjálslyndu guðfræðingarnir
vildu finna markmið sögunnar í hugmynd kristninnar um guðsríkið og
leituðust þar við að tengjast orðræðu samtímans með hjálp kantískrar
siðfræði. Þeir kenndu að guðsríkið sem Jesús boðaði væri fyrst og fremst
siðferðilegur veruleiki.
Albrecht Ritschl (1822-1889) og Wilhelm Herrmann (1846-1922)
leituðust þannig við að tengja saman heimspeki Immanuels Kant (1724-
1804) og boðskap Jesú um ríki Guðs.20 Samkvæmt þeim snýst veru-
leiki trúarbragða ekki um fræðilega skynsemi (þ. reine Vernunft) heldur
siðferðilega (þ. praktische Vernunft). Með áherslu sinni á hegðun mannsins
lúti siðferðið að hinum innri veruleika og sé þannig á góða og gilda kant-
íska vísu forsenda trúarbragða. Hugmyndin um réttlátt samfélag skiptir hér
sköpum en það byggist á hinu skilyrðislausa skylduboði. I krafti þess leitast
maðurinn við að koma á samfélagslegu réttlæti þrátt fyrir allar þverstæður
raunveruleikans. Þessa hugmynd Kants, sem felur í sér marga þætti ættaða
úr staðleysum, áttu guðfræðingar auðvelt með að leggja að jöfnu við boðun
19 Trutz Rendtorff, „Einleitung", í Ernst Troeltsch, Kritische Gesamtausgabe, Band 8, 515-523
[1-52]. Trutz Rendtorff, „Vorbemerkung", sama rit, 202-203 [201-207]. Ernst Troeltsch, „Die
Bedeutung des Protestantismus fíir die moderne Welt“, í Ernst Troeltsch, Kritische Gesamtausgabe,
Band 8, 217-218.
20 Albrecht Ritschl, Unterricht in der christlichen Religion, (1. útg. 1875), Túbingen, 2002, 41-49.
123