Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 149
verður ekki farið nánar út í þá sálma en þess í stað borið niður hjá miðalda-
hugsuðinum Tómasi af Aquino (1225-1274) en eins og kunnugt er byggði
hann mjög á ritum Aristótelesar í siðfræðilegum útleggingum sínum um
manninn og manneðlið og fjallaði þar m.a. um óttann og skömmina.
Tómas ræðir um óttann í umfjöllun sinni um skömmina og veltir fyrir
sér hver sé munurinn á ótta og skömm.13 Aðferðafræðilegum vana sínum
trúr byrjar hann á að setja fram ákveðnar staðhæfmgar sem hann síðan
leitast við að hrekja með rökum. í fyrsta lagi, segir hann, er það algeng
staðhæfing að ótti sé tilfmning sem maðurinn hafi ekki vald yfir og sé því
ótengdur siðferðinu. Þá sé því einnig haldið fram að skömm fylgi í kjölfar
illrar breytni manna og af því megi draga þá ályktun að hún sé á þeirra
valdi. Að lokum fullyrði margir að þar sem skömm vísi til misgjörða sem
þegar hafi verið framdar geti hún ekki verið neins konar ótti þar sem ótti
vísi alltaf til þess sem liggur í framtíðinni og sé því ekki á okkar valdi.14
Tómas hafnar öllum þremur staðhæfmgum og einnig aðgreiningunni milli
skammar og ótta. Það sem felst í skömminni (lat. verecundia), heldur
hann fram í anda Aristótelesar, er kvíði fyrir framtíðinni. Kvíði og ótti
um framtíðarásakanir, framtíðarhneisu og framtíðarálösun (lat. convitium
vel opprobrium futururri) falla því saman í eina heild hjá honum. Líkt og
Aristóteles heldur Tómas fast við að skömm sé kvíðatilfinning sem hann
kallar einnig ótta. Óttatilfmningin á upptök sín í fortíð eða nútíð en vísar
til framtíðar. Tómas er sammála Aristótelesi um að þeir sem skammist sín
óttist vanvirðingu annarra. Að missa virðingu annarra, í túlkun beggja, er
það sem óttinn og kvíðinn snýst um.15
Þriðji heimspekingurinn, Benedict Spinoza (1632-1677), sem nefna má
í þessu samhengi, fer troðnar slóðir í stuttri en snarpri umfjöllun sinni um
skammartilfinninguna í riti sínu Siðfrœði.16 Latneska hugtakið sem hann
notar til að lýsa inntaki skammartilfmningarinnar er tristitia sem þýða má
sem trega, hryggð eða eftirsjá. Skömm er eftirsjá, heldur hann fram, samofin
hugsun um gjörð sem við gerum okkur í hugarlund að fólk telji ámælis-
13 Hér reiðir greinarhöfundur sig á greiningu og túlkun Nathans Rotenstreich, „On Shame“, bls.
57-58.
14 Tómas af Aquino, Summa Theologiae. Deutsch-Lateinische Ausgabe, Band X, þýsk þýðing eftir
Bernhard Ziermann, C.Sc.R. Heidelberg: Graz, Wien, Köln, bls. 330-333.
15 Sama heimild, bls. 343.
16 Benedict Spinoza, SiðfræSi (e. Ethics), ensk þýðing eftir W.H. White, endurskoðuð af A.H.
Stirling, Ware:Wordsworth Classics of Worlds Literature, 2001, [1675].
147