Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 40
óþekkt Islendingum og því áleit fólk að hann hefði samið lögin sjálfur enda
var Oddur vel að sér í tónlist.26
Hallgrímur Pétursson orti sálm út frá 23. Davíðssálmi, Drottinn, minn
hirði held eg þig.27 Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar, þjóðsöngurinn,
er ortur við vers úr 90. Davíðssálmi. I lok 19. aldar gaf séra Valdimar
Briem (1848-1930) út orta útgáfu Saltarans: Davíðssálmar í íslenskum
sálmabúningi (Reykjavík, 1898).28 Að auki þýddi hann eða orti sálma út frá
einstökum Davíðssálmum sem er að finna í Sálmabók kirkjunnar, t.d. nr. 21
(út frá Sálmi 23). Yngstu íslensku Davíðssálmarnir eru sálmur Sigurbjörns
Einarssonar (1911-2008) út frá Sálmi 103 (Sálmabók, nr. 734) og sálmur
Svavars A. Jónssonar (f. 1960) við Davíðssálm 23 (Sálmabók, nr. 730).
Nokkur íslensk tónskáld hafa samið tónlist við Davíðssálma. Loks má geta
þess að margir Taizé-söngvanna, sem njóta vaxandi vinsælda í kirkjulífi hér
og í nágrannalöndunum, byggjast á stefjum eða versum úr Davíðssálmum.
Davíðssálmar í Sálmabók Guðbrands
í kaflanum Davíðssálmar í Sálmabók Guðbrands er alls 51 sálmur ortur
út frá 40 Davíðssálmum en nokkrir Davíðssálmar eru í tveimur eða fleiri
útgáfum eða þýðingum.29 Auk þessara 40 sálma eru þrír aðrir sálmar í
bókinni ortir út frá Davíðssálmum. Einn er sálmurinn sem Lúther orti
út frá 67. Davíðssálmi. Hann er í kaflanum „Bænir og þakkargjörðir“ og
hefur að yfirskrift: „LXVII Ps[almus] Deus miseratur nostri er bænar- og
þakklætissálmur fyrir Herrans Kristí velgjörninga og það hann hefur oss til
réttrar trúar kallað.“ Þessi sálmur hefur haldist í sálmabókum hér á landi
26 Jónas Jónsson (1850-1917), sem notaði skáldanafnið Plausor, rakd upphaf Davíðssálma Odds
Oddssonar til sálmasafns Lobwassers í ritdómi um þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar í Ingólfi,
14. júlí 1910, sjá http://www.musik.is/Bjarni/ThjodIogin/jonasjonsson.html. Sjá og Páll Eggert
Ólason, 1926, Menn og menntir siSskiptaaldarinnar á íslandi IV, s. 618-619.
27 Hallgrímskver. Sálmar og kvaði Hallgríms Péturssonar, 1952, 14. útg., Reykjavík, s. 124-125.
28 Sjá Gunnlaugur A. Jónsson, 2000, „Um Davíðssálma sr. Valdimars Briem í dlefni af 150 ára
afmæli hans“, Ritröð Guðfrœðistofnunar 14, s. 137-148. Tveimur árum áður hafði séra Valdimar
gefið út Biblíuljóð og 1908 komu út eftir hann Ljóð úr Jobsbók. Þess má geta að Asgeir Magnússon
(1886-1969) þýddi Jobsbók úr hebresku og sneri yfir í ljóð, Jobsbók. Ásgeir Magnússon frá
Ægissíðu samdi huganir ogsneri bókinni i Ijóð, Reykjavík, 1951.
29 í Sálmabók Guðbrands eru ekki sálmanúmer og er hver opna merkt með rómverskum tölum á
hægri síðu. Davíðssálmar eru á bl. xcij-cxvij. í riti sínu Upptök sálma og sálmalaga í lúterskum sið
á Islandi frá 1924 raðar Páll Eggert Ólason sálmunum í Sálmabók Guðbrands upp eftir númerum
og eru Davíðssálmarnir í riti hans nr. 136-187.